Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 306
300
B Ú N A Ð A R R I T
aðarins, svo sem : góð ræktunar- og markaðsskilyrði og
heppileg aðstaða til félagslegra umbóta og þæginda..
Þessir gallar á íslenzku byggðaskipulagi vaxa með ári
hverju.
1. Eftir því sem ýmsar þjóðfélagslegar umbætur verða
útbreiddari, svo sem vegir, sími o. þ. h., verður
það augljósara hve mikið fé þarf til þess, að gera
sveitirnar yfirleitt aðnjótandi þessara þæginda og
halda þeim í sæmilegu lagi. Auk þess sem aðstöðu-
munurinn milli þeirra, er verða þessara þæginda
aðnjótandi, og hinna, er verða að vera án þeirra,
verður skýrari og tilfinnanlegri.
2. Því meira fé sem hið opinbera og þjóðfélagið sem
heild, ver til varanlegra umbóta í sveitum landsins,
svo sem bygginga, ræktunar o. þ. h., verður það
augljósara hve miserfitt er að láta þessar umbætur
renta sig, eftir því hvernig aðstaðan er til sam-
gangna, markaðs og félagslegra samtaka.
3. Því meiri sem kröfurnar verða til ýmiskonar lífs-
þæginda og sameiginlegs iðnaðar á búsafurðum,
þess augljósari verða gallar strjálbýlisins.
Mál þetta snertir mjög mikið flóttann úr sveitunum
til kaupstaðanna. Bændur á afdala- og útkjálkajörðum
gefast upp vegna örðugleikanna, sem þeir eiga við að
búa, og flytja í kaupstaðina, meðan þjóðfélagið eigt
opnar þeim aðgang að landi og aðstöðu til að flytja
búrekstur sinn þangað.. sem þeir eru betur í sveit settir,
og ungt fólk, sem vill byrja sjálfstæðan búrekstur, er
á sama hátt útilokað.
Sé þetta vandamál látið afskiptalaust af hálfu hins
opinbera, má gera ráð fyrir að af því leiði:
1. Að allmiklu af hinu takmarkaða fjármagni þjóðfé-
Iagsins verði varið til þess að viðhalda byggð á
þeim stöðum á landinu, þar sem öll aðstaða til
búreksturs er svo óhagstæð, að fjármagnið er háð