Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 337
B Ú N A Ð A R R I T
331
»Búnaðarþingið lítur svo á, að skýrslur Búnaðar-
félags íslands, nr. 7 A og B., er fjalla um Flóa-
áveituna, séu Búnaðarfélaginu óviðkomandi, og átel-
ur því, að nafn félagsins hafi verið notað sem ör-
yggi fyrir þeim órökstudda áfellisdómi, er felst í
skyrslu B, á hendur framkvæmdastjóra og ráða-
mönnum Flóaáveitunnar*.
I sambandi við þessa þingsályktunartillögu bar Jakob
H. Líndal fram f. h. jarðræktarnefndar eftirfarandi álykt-
un á þskj. 298:
»Þar sem Búnaðarþingið lítur svo á, að ályktanir
og niðurstöður þær, er fram koma í skýrslum Bf.
íslands, standi sérstaklega á ábyrgð þeirra, er undir
þær rita, þá telst Búnaðarfélag íslands enga ákveðna
afstöðu hafa tekið til þeirrar ádeilu, er látin er fram
koma í skýrslu Búnaðarfélagsins 7 B, á hendur
framkvæmdastjórn og ráðamönnum Flóaáveitunnar*.
Við þessa ályktun nefndarinnar kom fram breytingar-
tillaga frá Á. G. Eylands á þskj. 304, svohljóðandi:
»Búnaðarþingið lítur svo á, að skýrslur Búnaðar-
félag íslands nr. 7 A og B, er fjalla um Flóaáveit-
una, séu Búnaðarfélaginu óviðkomandi, og telur því
illa farið, að þessar skýrslur skuli hafa verið gefnar
út í nafni félagsins*.
Engar þessar tillögur né ályktanir komu til atkvæða.
56. Mál nr. 48 og 49.
Þskj. 142 og 143 og nr. 144. Sjá um efni þeirra
á málaskrá.
Fjárhagsnefnd, er fjalla skyldi um þessi mál, skilaði
þeim án afgreiðslu, og þar sem hún tók ekkert tillit til
þeirra á fjárhagsáætlun er það svo að skilja, að hún
hafi ekki fundið ástæðu til að taka þau til greina.