Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 343
B Ú N A Ð A R R 1 'I'
337
Fylgiskj. 1. Mál nr. 4.
Um berklarannsóknir á nautgripum.
Hér á landi hefir til þessa lítið verið gert að því, að
rannsaka berkla í nautgripum. Þrír af dýralæknum lands-
ins, Sig. Ein. Hlíðar, Hannes ]ónsson og ]ón Pálsson,
hafa þó eitthvað fengist við slíkar rannsóknir. Ekki hefi
ég séð skýrslur um þær rannsóknir og veit því ekki, að
hvaða niðurstöðu collegar mínir hafa komizt um út-
breiðslu berkla í nautgripum hér á landi. Sig. Ein. Hlíðar
getur þess þó í ritlingi sínum, »Samband mannaberkla
og nautgripaberkla*, að um 18°/o þeirra kúa, sem hann
hefir rannsakað, hafi »reagerað« pósitivt við Tuberkulin-
inndælingu. Þessi tala er grunsamlega há, enda kveðst
Hlíðar ekki geta kveðið upp neinn óyggjandi dóm um
útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi, þar sem hann hafi
aðeins rannsakað nokkuð á annað hundrað kýr.
Eg geri ráð fyrir að þessi tala (18°/o) sé allt of há.
Allt bendir til þess, að lítið sé um berkla í nautgripum
hér á landi. En einmitt vegna þess, hversu sjúkdómur-
inn er sjaldgæfur, álít ég nauðsynlegt að hefjast handa
og rannsaka útbreiðslu hans, en það verður að-
eins hægt með Tuberculin-inndælingum. Reynzla annara
þjóða hefir sýnt það, að ofseint er að hefja útrýmingar
baráttu, þegar sjúkdómur þessi er orðinn nokkuð út-
breiddur.
Flestar menningarþjóðir hafa nú um langt skeið háð
baráttu til útrýmingar berklum í nautgripum. I þeirri bar-
áttu hefir Tuberkulin komið að miklu liði, og má segja,
að án þess hefði sú barátta verið lítt möguleg. Tuber-
culinið hefir gert mönnum kleift að auðkenna gripi, sem
höfðu orðið fyrir lítilvægri smitun og engin sjúkdóms-
einkenni höfðu.
Þær aðferðir, sem notaðar hafa verið í baráttunni gegn
berklum í nautgripum eru kenndar við prófessor Bang
og próf. Ostertag.
22