Búnaðarrit - 01.01.1931, Síða 347
BUNAÐARRIT
341
Búnaðarþingið samþykkti í málinu: >Búnaðarþingið lítur
svo á, að arfgengisrannsóknir sé þess eðlis, að ekki geti
komið til mála, að fela þær á hendur mönnum, sem ekki
hafa sérþekkingu í þeirri vísindagrein, en telur hinsvegar
réttara að bíða með slíkar rannsóknir, þar til væntanleg
rannsóknarstofnun í þarfir atvinnuveganna kemst á fót«.
Þessi tillaga var samþykkt með 9 : 2 atkv.
Tillaga frá Jakob Líndal, er biður fjárhagsnefnd að
athuga. hvort eigi megi ætla nokkuð fé til þessa, var að
vísu samþykkt, en síðan ekkert til þess ætlað á fjárhags-
áætlun.
Þrátt fyrir þetta, leyfi ég mér nú aftur að fara fram
á, að til þessa sé í næstu 2 ár ætlaðar 500—1000 kr.
hvert ár.
Þetta kann nú að þykja nokkuð djarft, þar sem málinu
var synjað síðast, en til þess liggja ýmsar ástæður, að
ég nú tek málið fyrir aftur.
Eg vil þá benda á tvennt viðvíkjandi tillögunni, er
samþykkt var á síðasta Búnaðarþingi. Fyrst það, að menn
virðast hafa haldið, að það þyrfti sérstaka arfgengisþekk-
ingu til að gera tilraunir í þessa átt. Þetta er að ýmsu
leyti misskilningur. Það þarf arfgengisþekkingu og stund-
um mikla, til að þýða árangur tilraunanna og stundum
líka til að ákveða, hvernig þeim skuli hagað, en til að
framkvæma þær þarf enga sérstaka arfgengisþekkingu.
Þetta sézt t. d. á því, að mjög margt hefir orðið upp-
lýst um þessi mál án allra tilrauna, en fyrir eftirtekt
manna, og má þar til dæmis nefna svartan og hvítan lit
á cevíot fé, riðu í íslenzkum lömbum, buldogkálfana í
Dexer- og Þelamerkurkúnum o. m. m. fl. Það byggist
því ekki á rökum að ætla, að engir geti framkvæmt
tilraun í þessa átt, nema þeir, er hafi sérþekkingu á
málinu. Hitt er aftur annað mál, hvort Búnaðarþingið
telur mig bresta þekkingu á þessum málum, til þess að
geta verið dómbært um það, hvort eigi að gera slíkar til-
raunir eða ekki, og sé svo, skil ég vel afstöðu nefndar-