Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 348
342
B Ú N A 1) A R R I T
innar og Búnaðarþings, en þá er ég heldur ekki dóm-
bær að gera þau verk, sem mér er falið sem ráðunaut.
Búnaðarþingið virðist ætla, að rannsóknarstofnun at-
vinnuveganna muni verða til þess fær og sérstaklega til
þess fallin, að gera slíkar tilraunir. Þetta er á miklum
misskilningi byggt. Hún kemur til með að hafa slæma,
og meira að segja mjög slæma aðstöðu til þessa. Auk
þess verður henni lífsnauðsyn að einbeita sér að ákveðn-
um sjúkdómum, ef um árangur af starfi hennar á að
verða að ræða. Þetta skilur hver maður, sem hefir ofur-
litla þekkingu á því, hvað tilraunir og rannsóknir á sjúk-
dómum kosta, og getur gerí sér í hugarlund, hve mikið
fé við getum látið til okkar rannsóknarstofu. Og svo
þarf ekki annað en renna huganum yfir viðfangsefnin,
sem hennar bíða, eins og t. d. lungnaorma, lungnadrep,
bráðafár, bráðadauða, fjörupest, riðu, lambalát og m. m. fl.
til þess að sjá, að þó henni yrði ætlað of fjár, þá mundi
henni, ef hún verður Ieidd af sæmilega hagsýnum manni,
aldrei detta í hug að fara að dreifa kröftum sínum.
Þangað þýðir því ekki að beina neinni vcn í þessu efni.
Spurningarnar verða tvær, sem Búnaðarþingið nú
verður að svara, önnur er, hvort ástæða sé að reyna að
afla upplýsinga, er geti varpað meira og minna ljósi yfir
eitt og annað, er snertir arfgengi okkar búfjár, og svo, hvort
mér sé trúandi til þess að finna staði, sem slíkar tilraunir
eða rannsóknir verði gerðar á, og þýða árangurinn rétt.
í nokkur ár er búinn að vera erfðagalli, sem ég skal
nú ekki lýsa nánar hér, í Mýrakotsfénu á Höfðaströnd.
Það eru nú um tvö ár, síðan ég kynntist honum. Hann
hafði farið í vöxt, og um 8. hvert lamb var verðlaust
haustið 1928. Þá var mér skrifað um málið, og síðan
spurður. Ég hafði opið tækifæri til að fá upplýst, hvort
þar væri um erfðagalla að ræða, en til þess að geta
framkvæmt það, eða ráðið bóndanum til þess, varð ég að
geta tryggt hann gegn skaða af verðlausu lömbunum, er
ég varð að fá, til að geta sannað, hvernig málinu vék