Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 349
BÚNAÐARRIT
343
við. Það gat ég ekki og varð því að ganga út frá líkum,
og ráða honum til að gera það, sem orsakaði, að hann
«kki biði hnekki af erfðagallanum. Það gerði ég, og ár-
angurinn er sá, að síðan hefir hann ekki séðst og eng-
an skaða gert. En milli 10 og 20 hrútar, sem allir geta
'haft hann, eru seldir frá Mýrarkoti, og um þá væri
óneitanlega betra að vita rétt en að hyggja rangt.
í Osfénu, sem er einhver bezti stofninn af Kleifafénu,
er galli, sem gerir fleiri eða færri einstaklinga arðlitla.
Miklar líkur eru til, að þar sé um erfðagalla að ræða,
en málið er algerlega órannsakað. Eg vildi heldur að
hausti, ef ég verð þá á ferð þar, eins og til stendur, geta
samið við þann eða þá, sem bezt hafa skilyrði um að
hleypa þannig til ánna, að árangur sjáist, ef um arfgengan
erfðagalla er að ræða, en þurfa að leggja þeim ráð eftir
líkum, enda þótt líklegt sé, að þau komi að notum.
A Lundi í Fnjóskadal er um erfðagalla að ræða. Sá
sami er á Melum í Fljótsdal og Hamborg og víðar, að
því er virðist. Á Melum hefir hans ekki orðið vart eftir að
ráðum mínum, til að fela hann, hefir verið fylgt í tvö ár.
Dæmi lík þessu má telja mörg. Hingað og þangað
um landið kemst maður á ferðalögum í færi, þar sem
hægt væri að fá upplýsingar, ef maður mætti tryggja
viðkomanda fyrir skakkaföllum, sem hann oft hlýtur að
fá, ef hann hjálpar til að upplýsa málið, og gerir tilraun-
ina. Það eru þessir möguleikar, sem ég vil fá leyfi til
að nota, þegar þeir berast upp í hendurnar á mér, og
því fer ég aftur fram á að ætlaðar verði 500—1000 kr.
til arfgengisrannsókna, og skoða það sem beint vantraust
á mér í starfi mínu, ef féð er ekki veitt, þar sem ég
get ekki skilið, að nokkur maður sé svo blindur, að
hann sjái ekki hverja þýðingu málið hefir, bæði vísinda-
lega og praktiska.
Reykjavík, 23. jan. 1931.
Páll Zóphóníasson.