Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 350
344
BÚNAÐARRIT
Fylgiskj. 3. Mál nr. 25.
Sauðf járræktarbúin.
Vegna meðferðar síðasta Búnaðarþings á tillögum
mínum um sauðfjárræktarbúin, afgreiðslu þeirra mála á
Búnaðarþinginu og afskiptum mínum af þeim málum
síðan, finn ég mér skylt að gera nokkra grein fyrir allri
afstöðu minni til þeirra.
Fyrir síðasta Búnaðarþing lagði ég tillögu um að
sauðfjárræktarbúunum væri fjölgað. Það vildi Ðúnaðar-
þingið ekki láta gera með sauðfjárræktarbú, af þeirri
stærð sem búin hafa verið. En á hinn bóginn vildi það
ekki heldur láta svifta þau bú styrk, sem hafa starfað.
Aftur vildi það láta stofna ný sauðfjárkynbótabú, en
hafa þau með mörgum ám, eða minnst 100, og láta
styrkja þau með 2000 kr. á ári, og auk þess, að minnsta
kosti það fyrsta, með 2000 kr. í stofnstyrk.
Árið 1930 átti svo, eftir fjárhagsáællun, að greiða
fyrstu greiðslur til þessa fyrsta stóra bús.
Móti þessu lagði ég, og fékk því áorkað, að ekkert
stórt sauðfjárræktarbú tók til starfa í ár. Að hinu leyt-
inu hefi ég ekki getað mælt með styrkjum til stofnunar
nýrra búa og því líka þar staðið á móti, og gerir það
ákvæði síðasta Búnaðarþings, að styrkja ekki fleiri smá-
bú en þá voru starfandi.
Ég skal ekki hér fara að sýna fram á, að afgreiðsla
þessa máls á síðasta Búnaðarþingi var ekki vansalaus,
ekki skal ég heldur hér sýna fram á, að hætt er við
að síðasta Búnaðarþing hafi dæmt smábúin eftir reynsl-
unni á þeim, án þess að gá að aliri aðstöðu, en hitt er
mér skylt, að gera grein fyrir afstöðu minni til málsins,
og hvers vegna ég beinlínis fékk stjórn Búnaðarfélags
Islands til að láta vera, að verða við samþykktum
Búnaðarþingsins.
Þetta vil ég leitast við að gera og um leið leggja
fram tillögur mínar um starfsemi búanna í framtíðinni.