Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 351
BUNAÐARRIT
345
Ég vil þá fyrst spyrja, hver sé þýðing sauðfjár-
kynbótabús?
Allir munu vera sammála um það, að hún sé sú, að ala
upp sauðfé sem nota megi til kynbóta. Að öðru leyti
býst ég við að menn mundu orða þetta misjafnt, en það
munu þó fleiri geta samþykkt, að tilgangur þeirra sé
að koma upp fjárstofni, sem sé kynhreinn hvað eftir-
æskta góða erfðavísira snerti og laus við alla erfða-
galla, sem á einn eða annan veg rýra verðmæti og af-
not fjárins.
Sé þessu slegið föstu, þá er næst að athuga hvernig
þessu verði bezt náð. Til þess er einungis ein leið.
Hún er sú, að byrja á því að rannsaka erfðaeðli hvers
einasta einstaklings, sem er í búinu. Þetta verður að
gerast með alúð og nákvæmni. Hver ær verður að vera
merkt, og hvert lamb að fá sitt merki strax og það
fæðist. Með þvi svo að rannsaka lömbin, bæði nýborin
og eldri, bera þau saman við mæður sínar og athuga
samanburðinn, finnst erfðaeðlið. Hrútana verður að rann-
saka á sama hátt, en auk þess verður líka að rannsaka
hvort í stofninum finnst hulinn skaðlegur erfðavísir, og
það verður ekki gert nema með því, að nota hrútinn
handa dætrum sínum eða systrum. Með þessu finnst
erfðaeðlið, og það er misjafnt hjá ánum og hrútunum
Nú er það næsta hlutverk búsins eða búanna, að
fjölga stofni þeirra áa, sem fundist hafa með beztu erfða-
eðli og selja kynbótaskepnur af honum.
Þetta er framgangsmáti sem sjálfsagður er, og um
aðra er vart að ræða. Ef menn nú eru sammála um
þetta, þá er næst að athuga, hvort meiri líkur séu til
þess, að þetta náist á stórbúum eða smábúum. Árlega
átti að styrkja hvert stórbú með 2000 kr., en smábúin
fá nú 300 kr. Þau ættu að fá 500 kr. En þó þau fengju
það, þá yrðu alls á þeim búum, sem fengju 1 stórbús-
styrk, 120—160 ær. Nú spyr ég, hvort séu meiri líkur
til að finna góða stofna í 100 ám,_ sem byrjað sé með