Búnaðarrit - 01.01.1931, Blaðsíða 352
:34G
B Ú N A Ð A R R I T
á einum stað í einni sýslu, en 120—160 ám, sem byrjað
sé með í fjórum sýslum. Ég svara því hiklaust, að lík-
urnar fyrir því að finna góða stofna séu meiri í smá-
búunum 4 en stórbúinu, og þó meiri ef styrkurinn ein-
ungis væri 300 kr., og því nærri 7 smábú í stað eins
stórs. Þetta er ein ástæðan til þess að ég er á móti
stórbúunum, en vil fá fleiri smábú.
Þá spyr ég, hvort séu meiri líkur fyrir, að merking og
rannsókn á erfðaeðli einstaklinganna verði betur sinnt á
stórbúi með 100 ám eða smábúi með 40 ám. Ég segi hik-
laust að það sé á smábúunum. Þetta er önnur ástæðan
til þess að ég er með fleiri smábúum, en móti stórbúum.
Alveg sama gildir hirðingu alla. Ég hefi ekki trú á,
að hún verði eins góð þar, sem búsærnar eru 100, eins
og þar sem þær eru 40. Það er enn ein ástæðan til,
að ég vil fá upp fleiri smábú, en ekki stórbú.
Þá er aðstaða með að halda stofninum við, ef um
eigendaskipti er að ræða, allt önnur eftir því hvort ærnar
eru 30—40 eða 100. Oft getur verið ómögulegt að fá
nokkurn til að taka að sér bú og kaupa 100 ær, þó
það sé auðgert að fá menn til að kaupa 30—40 ær
og reka búið áfram með þeim. Hér er enn ein af þeim
ástæðum sem gera, að ég hefi þessa afstöðu til málsins.
Þá er mikið erfiðara að fá jarðnæði til að hafa stór-
bú á en smábúin, og talar þetta heldur með smábúunum.
Það eina sem talar með stórbúunum er það, að fyrir
þeim þurfa að standa færri menn og því má vanda meira
til vals á þeim. Þetta er kostur, sem ber að virða stærri
búunum til tekna, en hann vegur ekki á móti ókostunum.
Ég verð því að leggja til, að Búnaðarþingið breyti
um stefnu í þessu máli. Láti stefnubreyting þá, er verða
átti í fyrra, ekki koma til framkvæmda, en miði fjár-
hagsáætlun sína við það, að stofnuð verði 3—4 ný smá
sauðfjárræktarbú á ári í næstu 2 ár.
Það ber að keppa að því, að þau komist sem víðast
á fót. Þau skapa í kringum sig keppni, og það er eitt