Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 353
B Ú N A Ð A R R I T
347
sem talar þeirra máli. Féð verður fyrir minnstum við-
brigðum við fluttninga frá búunum, ef þau eru víða og
féð ekki flutt langt, og út frá búunum dreifist allt af nokkur
þekking. Þessi þrjú smáatriði eru öll til inntekta fyrir smáu
búin, og þó þau séu smáatriði, þá má líta á þau líka.
Nýjar reglur fyrir búin hafa ekki verið samdar síðan
síðasta Búnaðarþing kom saman. Veldur því það, að
sum af þeim ákvæðum, sem nauðsynlegt er að komist
inn í reglur búanna, eru mönnum svo ókunnar, að þeir
verða að melta þær fyrst. Breytingin verður því að
koma smámsaman og reglurnar ekki fyr en menn eru
undir það búnir að halda þær.
Eg finn ekki ástæðu til að gera fyllri grein fyrir þessu
hér, en skal t. d. benda á, að nú hafa öll búin fengið
ættartölubók. Eg sendi þeim hvoru um sig eina að gjöf
fyrir tveim árum síðan, eða þegar mér fór að verða Ijóst
hvernig ástandið á þeim var. Nú færa þau öll í þær bækur.
A tveim þeirra er farið að rannsaka hvort huldir
gallar eru í fénu. Og verður það reynt til þrautar. Það
er nokkurn veginn víst að hin gera það síðar, en að
skilda þau til þess með reglum, meðan skilning vantar,
tel ég ekki rétt. Aftur þarf að hafa gát á því, um leið
og ný bú eru stofnuð, að við þeim taki einungis menn,
sem hafi fullan skilning á að reka þau eins og vera á
og vera ber.
Án þess að gera frekari grein fyrir því, hvers vegna
þessar reglur, sem mér var falið að semja, hafa ekki
verið samdar, vildi ég mælast til þess að Búnaðarþingið,
sem nú fær þetta skjal mitt til meðferðar, vilji ákveða:
1. Að styrkja sauðfjárræktarbúin með 500 kr. á ári
eftirleiðis, gegn 150 kr. styrk frá öðrum.
2. Að það vilji ákveða í fjárhagsáætlun, að styrkja
megi 3—4 ný bú á ári í næstu tvö ár.
Reykjavík, 28. jan. 1931.
Páll Zóphóníasson.