Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 354
348
BÚNAÐARRIT
Fylgiskj. 4. Mál nr. 44.
Samkeppni milli sauðfjárbúa.
Þar sem ég á áaetlun þeirri, er ég hefi lagt fram um
gjöld til starfsgreina minna, hefi gert ráð fyrir því, að
ætlað væri fé til samkeppni milli sauðfjárræktarbúa, er
mér skylt að gera frekari grein fyrir hvernig hún er
hugsuð og hvers árangurs megi af henni vænta.
Eg hugsa mér að öllum sé gefinn kostur á að taka
þátt í henni. Þó er hugsanlegt að svo margir æsktu að
verða þátttakendur, að ekki væri mögulegt að sinna
öllum, og yrði þá að skipta þátttakendum eftir lands-
hlutum, svo eftirlit yrði hægara, og láta samkeppnina
endurtaka sig með löngu millibili, á hverjum stað,
eins og gert er ráð fyrir í frumvarpi því til laga um
búfjárrækt, er nú verður Iagt fyrir Alþingi.
Hver sá, er taka vill þátt í samkeppninni, verður að
færa glögga reikninga yfir fénað sinn, svo glöggt megi
sjá um arðsemi sauðfjárins. Jafnframt verður hann að færa
dagbók, svo vel komi í ljós allt er að hirðing þeirra og
meðferð lítur. Vigtarskýrslur á fénu og fóðrinu verður
að færa glöggar, og yfirleitt allt það, sem upplýsingar
veitir um arðsemi og meðferð fjárins.
Búnaðarfélaginu er ætlað að hafa eftirlit með þeim
búum, er þátt taka í samkeppninni. Til þess er gert ráð
fyrir fjárframlagi meðan á samkeppninni stendur. Æski-
legt væri að hver samkeppni stæði yfir í 2 ár. Að henni
lokinni yrðu svo veitt verðlaun. Færu þau bæði efíir því
hve arðsamt fjárbúið hefði reynst, og hve gott féð hefði
verið, og er þá aðallega átt við, að það hvað bygg-
ingu snertir sé sem næst því, sem krafist er til
þess að skrokkarnir slátraðir geti talist fyrsta flokks
vara.
Verðlaun eru ætluð 3: 2000, 1000 og 500 kr.
Það sem ég með þessu vil vinna er fyrst og fremst
fróðleikur. Eg geri mér vonir um, að með því muni