Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 356
350
BÚNAÐ .\RRIT
og A. Lund. Prófessor Frederiksen hefir umsjón með'
öllum fóðrunarlilraunum, sem í Danmörku eru gerðar
með nautpening, og er V. Steensberg tilraunastjóri hjá
honum. Prófessor Jespersen er yfirmaður svínatilrauna,.
og A. Lund er tilraunastjóri hjá prófessor H. Möllgaard,
sem stjórnar hinum vísindalegu búfjárrannsóknum, er
gerðar eru á »Forsögslaboratoriet«. — Ræddi ég við
þessa menn um aðferðir og verkefni fóðurtilraunanna.
Tilrauna-aðferðirnar eru nákvæmlega hinar sömu og
notaðar voru, þegar ég var í Danmörku fyrir 10 árum,.
en verkefnin hafa að sjálfsögðu breyzt nokkuð. Sumum
þessara manna sýndi ég útdrætti úr skýrslum um nokkrar
sauðfjártilraunir, sem gerðar hafa verið hér heima undir
minni umsjón. Bað ég um álit þeirra á þessari viðleitni,.
og réðu þeir mér allir til þess að halda áfram að starfa
á svipuðum grundvelli og hingað til.
Mest ræddi ég við V. Steensberg tilraunastjóra, enda
lagði ég fyrst og fremst áherzlu á að kynnast tilraunum
með mjólkurkýr. Fór ég með honum í eftirlitsferðir um
tilraunastöðvarnar. Hafði ég einkum gott tækifæri til þess
að athuga tilraunastarfið á búgörðum ríkisins, Trolles-
minde og Faurholm á Sjálandi. Þar var verið að rann-
saka hvort heppilegra sé, að tjóðra mjólkurkýr í bithag-
anum eða láta þær ganga lausar í girðingu. Einnig voru'
gerðar tilraunir með uppeldi kálfa. Er þar viðhöfð bæði
ríkuleg (»stærk«) fóðrun, og einnig fóðrað eins og al-
gengast er á búgörðum í Danmörku. Nokkrir nautkálfar,.
sem þessi tilraun hafði verið gerð með frá fæðingu, voru
nú uppkomnir. Mikill munur var á stærð þeirra og þyngd.
Þeir, sem höfðu fengið ríkulegt fóður, voru miklu vænni
en hinir. Þeir smávaxnari voru þó einnig fallegir og
virtust vera alveg heilbrigðir.
A Trollesminde og Faurholm eru einnig gerðar til-
raunir með svín, undir umsjón prófessor Jespersen.
Snerust þær aðallega um undanrennu, sem fóður handa
slátursvínum. Fengu flokkarnir misstóra skammta af