Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 358
352
B Ú N A Ð A J{ R I T
mjöl sé notað sem eggjahvítufóðurbætir handa mjólkur-
kúm, ef gott hey er notað sem aðalfóður. Styrkir þetta
niðurstöðu fyrnefndrar tilraunar, því að próf. Isaachsen
hefir manna mest starfað að síldarmjölsrannsóknum.
Um mánaðamótin júlí—ágúst heimsótti ég prófessor
Nils Hansson að >Centralanstaltens Husdjursavdelning*
við Stokkhólm. N. Hansson hefir yfirumsjón með öllum
fóðrunartilraunum sem gerðar eru í Svíþjóð. — Einn af
starfsmönnum hans, Laborator dr. Edin, var þá að vinna
að melfunartilraunum með naufgripi. Notar hann allt
aðra aðferð en Isaachsen,- og hefir dr. Edin að mestu
leyti ákveðið aðferðina sjálfur. Mismunur hennar og
þeirrar, sem alþekkt er, og Isaachsen notar, er í stuttu
máli þessi:
Saman við fóðrið er blandað efni, sem alls engum
breytingum tekur við meltinguna og kemur því óbreytt
með saurnum. Dr. Edin nefnir þetta efni: »Ledkropp«
eða »Kvantitativ indikator«. Hefir hann reynt ýms efni
í þessu augnamiði, en af þeim telur hann krómsýring
(Cr203) hafa gefist bezt. — Ef eitthvað meltist af fóðr-
inu verður innihaldið af »Ledkopp«, talið í hundraðs-
hlutum, hærra í saur en fóðri. Mismunurinn verður að
sjálfsögðu þeim mun meiri, því meira sem meltist af
fóðrinu, og fæst þannig mælikvarði fyrir meltanleikann.
Höfuðkostur þessarar aðferðar er sá, að ekki er nauð-
synlegt að safna öllum saurnum saman. Nægilegt er að
taka nokkur sýnishorn.
Aðferð þessi er enn á tilraunastigi, en dr. Edin hefir
notað gömlu aðferðina jafnhliða henni, og ber niður-
stöðunum vel saman. Próf. Isaachsen og dr. Edin réðu
mér þó báðir frá því að nota þessa aðferð, ef til kæmi
að meltunartilraunir yrðu gerðar hér heima. Fullyrða
þeir, að enginn verulegur munur sé á meltunarhæfileik-
um sauðfjár og nautgripa. Væri því sjálfsagt nægilegt
fyrir okkur að gera slíkar rannsóknir á sauðfé, vegna
þess að þar er þægilegra að koma gömlu aðferðinni við.