Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 372
BÚNAÐARRIT
306
hefir oft verið til hans leitað þegar pest hefir farið
að drepa fé, eftir að búið var að bólusetja það með
dönsku efni. Hefir þá aldrei brugðist að hætt hefir að
drepast, ef hann hefir bölusett með bóluefni, sem búið
var til úr nýrum úr kind á bænum, en komið hefir fyrir
að féð hefir drepist áfram, hafi hann bólusett með
nýrna-bóluefni, sem búið hefir verið til úr nýrum úr
kind af öðrum bæ.
Annars væri reynsla þessara manna þess verð að hún
væri skráð og frá henni sagt, en hér verður það ekki
gert í þetta sinn.
Reynsla manna á danska bóluefninu hefir verið mis-
jöfn. Sum ár kom það fyrir að fé drapst af bólusetn-
ingu. Bóluefnið var þá talið of sterkt. Önnur ár aftur
þótti mönnum ekki vörn í bólusetningunni, og töldu
menn, oft að lítt rannsökuðu máli, að bóluefnið væri
gagnslaust.
Þetta varð til þess, að á Búnaðarþingi 1925 var þessu
máli hreyft, og þar samþykkt:
1. »Að skora á Stjórnarráð íslands að hlutast til um
að nóg bóluefni sé fáanlegt hér á landi á hverju
hausti*, og
2. »Að hlutast til um, á þann hátt er hentast þykir,.
að bóluefnið sé sem bezt*.
Síðar komst málið til landbúnaðarnefnda Alþingis, og
eftir að það hafði verið rætt mikið, var að tilhlutun
Iandsstjórnarinnar farið að reyna að búa til bóluefni hér
á landi. Var það Niels Dungal læknir, sem það gerði á
rannsóknarstofu Háskólans. 1928 var þetta Dungals-
bóluefni fyrst reynt hér á landi og kallað meðal al-
mennings innlendt bóluefni. 1929 var það nokkuð notað,.
og hefir Dungal sjálfur, í grein í júníblaði >Freys« í
fyrra, skýrt frá árangrinum af því, hvernig það þá reynd-
ist. 1930 var það enn búið til og þá selt í yfir
30000 fjár. Sagnir hafa gengið milli manna um að það-