Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 373
B Ú N A Ð A R R I T
367
hafi reynst misjafnt, og til þess að menn fylgist með í
því, hvernig það raunverulega hefir reynst, vil ég hér
birta árangurinn af þeim bólusetningum, eins og þær
nú liggja fyrir.
Til þess að geta fengið að vita hvernig bóluefnið
reyndist, var þeim, er það fengu, send eyðublöð til út-
fyllingar. Þetta var nauðsynlegt til þess að á því og
danska bóluefninu fengist sem beztur samanburður. En
það var þó enn nauðsynlegra, til þess að hægt væri að
laga þær misfellur, sem kynnu að reynast á bóluefninu.
A ferðum mínum um landið hefi ég lagt að bændum
að senda skýrslurnar, og árangurinn er sá, að komið
hafa skýrslur um 25202 kindur, sem hafa verið bólu-
settar með innlenda bóluefninu. Þetta eru mjög góðar
heimtur og betri en menn gerðu sér vonir um. Og ég
vona að bændum sé það ljóst, að svona þarf þetta að
verða áfram, meðan bóluefnið er að ná festu og verða
gott og örugt, sem vörn við pestinni. Það getur ekki
orðið það, nema með samvinnu milli þeirra og þess^
sem býr það til, og með því að skýrslurnar komi vel
útfylltar aftur og segi satt og greinilega frá árangrinum.
í haust er leið, voru 15 númer á bóluefninu, sem
selt var. Skýrslan á næstu bls. sýnir hvernig hvert númer
hefir reynst og hve margt fé, sem skýrsla hefir verið
send um, var bólusett með hverju númeri.
Það sézt af skýrslunni, að af sumum númerunum
hefir féð drepist eftir bólusetningu. Þessi númer eru::
4, 10, 11, 14, 15 og 16. Af þessum 25202 kindum hafa
119 drepist af bólusetningu eða 0,47 °/o.
Aftur hefir drepist úr pest, af fé sem bólusett hefir
verið með íslenzka bóluefninu og skýrslur hafa verið
sendar um, 190 kindur eða 0,75 °/o.
Alls hefir því drepist 1,22 o/o af því fé, sem bólusett
hefjr verið með íslenzka bóluefninu.
Á þeim bæjum, er sent hafa skýrslur, hafa verið bólu-
settar 4448 kindur með dönsku efni. Því er ver, að of