Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 375
BÚNAÐARRIT
369
fáir hafa notað bæði bóluefnin, og því er samanburður-
inn ekki eins góður og æskilegt væri. En af þessum
2448 kindum, sem bólusettar hafa verið með dönsku
bóluefni á sömu bæjunum og skýrslan um það íslenzka
nær yfir, hefir engin kind drepist af bólusetningu, en
99 úr pest. Það eru því 2,23 °/o.
Samanburðurinn er því í heild sá, að af 25202 kind-
um, sem bólusettar eru með íslenzka efninu, drepast
alls 309 eða 1,22 °/o, en af þeim 4448, sem voru bólu-
settar með dönsku efni á sömu bæjunum drepast 2,23 o/o.
Svo lítur því út sem innlenda bóluefnið hafi reynst
betur í heild sinni, en það danska, síðastl. haust, og
sum númer þess miklu betur.
Hve mikil vörn bólusetningin er við pestinni, sézt
meðal annars á því, að af þeim lömbum, sem heimtust
eftir að bólusett var, og því ekki urðu bólusett, hefir
fullkomlega fjórða hvert lamb drepist. Annars hefir ekki
verið að ræða nema um gamalt fé óbólusett á þessum
bæjum, en þó hefir pestin sálgað af því 68 kindum á
vetrinum, en hve margt það hefir verið alls, veit ég ekki,
því það er ekki tekið fram nema á fám skýrslunum.
Margir hafa látið dóma sína um bóluefnið fylgja með
skýrslunum, og er ég þeim þakklátur fyrir. En æði eru
þeir misjafnir. Sem sýnishorn skal ég setja nokkra:
Einn segir, úr Hornafirði: »Þess skal sérstaklega
getið, að bráðafár virtist óvenju magnað hér í haust, og
við þökkum það eingöngu íslenzka bóluefninu, að það
olli ekki meira tjóni en varð, því strax þegar farið var
að bólusetja með því, stakk í stúf, svo féð hætti að
drepast* (Nr. 1).
Annar segir, úr Rangárvallasýslu: »Ein ær drapst í
febrúar, en óvíst að það hafi verið pest. Allt fé, nema
lömb, sem hafa verið bólusett tvisvar, hefir undanfarin ár
verið bólusett með dönsku bóluefni, en þó allt af drep-
ist um 10 °/o, þar til nú, að við notuðum íslenzka efnið
og ekkert drapst* (Nr. 3).
24