Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 376
370
BÚNAÐARRIT
Þriðji segir, úr Árnessýslu: »Eins og segir í svörun-
um, voru 4 kindur dauðar um fyrstu réttir og leit því
út fyrir mikið pestarár, svo ég álít eftir fyrri reynslu,
að miklu meiri vörn hafi verið í þessu efni en danska
bóluefninu, sem reynslan sýndi að þurfti að margbólu-
setja með, til þess að sæmileg vörn væri í því. Vel
getur átt sér stað, að nálin hafi stungist gegnum skinnið
á þessu eina lambi. sem drapst úr pestinni hjá mér,
fyrir slíkt er ekki hægt að synja* (Nr. 6).
Ur Rangárvallasýslu og Húnavatnssýslu er sagt frá
lömbum, sem drápust eftir bólusetningu af Nr. 10. —
í Húnavatnssýslu fékk féð á 3. degi eftir bólusetningu
hríð, og telur eigandi það vera meðverkandi til þess að
lömbin bólgnuðu og drápust.
í Rangárvallasýslu sá litilsháttar á helti í lömbunum
morguninn eftir bólusetninguna. Voru þau þá látin út í
kalsa veður, orðin bólgin að kvöldi og drápust á þriðja
degi.
Þessi dæmi tvö eru hér sögð mönnum til athugunar,
því af þeim má læra.
Um Nr. 15 er sagt úr Rangárvallasýslu: »Þess skal
getið að hér hefir verið mikið um bráðafár í sauðfé
undanfarin ár og ekki hætt fyr en eftir 2 og 3 bólu-
setningar á hverju hausti. 1229 drápust 25 af 80 lömb-
um. 1928 drápust 30 af 70 og 1927 drápust 60 af 90,
og svona mætti lengi telja. En í haust skipti alveg um,
svo að hér var ekki bragðað pestarkjöt, og þakka ég
það íslenzka efninu að svo fór í þetta sinn. Kæra þökk
fyrir íslenzka efnið*.
(Jr Suður-Múlasýslu er skrifað um Nr. 15: »Hérmeð
er mér ánægja að skýra frá, að íslenzka bóluefnið hefir
reynst vel hjá mér. Eg vil taka fram með þær 4 kindur,
er drápust af bólusetningunni, að þeim mun hafa verið
sleppt of fljótt út, því veður var ekki gott«. — Menn
athugi þetta. Bóndinn bólusetur 50 fjár, 4 drepast af
bólusetningu, að því er hann telur, af því að þeim er