Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 378
372
BÚNAÐARRIT
Af reynslunni síðastliðið haust virðist mér þetta vera
ljóst:
1. Sum númer innlenda efnisins hafa verið varasöm,
svo fé hefir drepist af bólusetningu.
2. Stundum hafa orsakir þess verið þær, að kindin,
sem fær hita meðan bólan er að koma út, hefir
ofkælst, og því minnkað mótstaðan og kindin drep-
ist. Og þessi orsök, sem sumsstaðar er greinileg,
getur verið til staðar víðar.
3. Bóluefnið hefir ekki verið örugg vörn við pest, en
þó meiri en fellst í bólusetningu með danska efninu.
4. Féð virðist misþolið móti bólusetningu og mishætt
við pest, og er þar að ræða um mismun á eðli
fjárins, sem ekki hefir verið gefinn sá gaumur sem
skyldi.
5. Þar sem er verulega pestarhætt, geta kindur á öll-
um aldri sýkst og drepist, enda þótt langmest drep-
ist af ungu fé, lömbum og veturgömlu.
Vmsar fleiri hugleiðingar mætti gera af skýrslunum,
en því skal nú sleppt hér, enda geta menn sjálfir gert
sumar þeirra, er þeir athuga skýrsluna.
Vafalaust verður búið til íslenzkt bóluefni í haust.
Annað væri með öllu óverjandi. Menn eiga vitanlega að
reyna það, en þó menn geri það, þá eiga menn ekki
að hætta að nota danska bóluefnið. Það þarf að notast
til samanburðar. Og ég vil mælast til þess að menn
geri það sem flestir, og muni að vetri að senda mér
skýrslur um árangurinn.
Útlit er þannig með sprettu, að ekki er líklegt að
mikið verði sett á af lömbum. En eitthvað verður það,
og veturgamalt fé þarf þó að bólusetja. Menn þurfa því
nú, eins og venjulega, að fá sér bóluefni. Hvernig menn
haga þeim kaupum er misjafnt, og á því getur verið og
þarf að verða betra lag en verið hefir.
Sumsstaðar ætlast menn til þess að verzlanirnar hafi