Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 379
BÚNAÐARRIT
373
bóluefnið, og vilja svo kaupa það þar, þegar þeir þurfa.
Þetta er ólán. Við þeirri kröfu eiga verzlanir ekki að
verða og bændurnir eiga ekki að gera þá kröfu til þeirra.
Verzlanir geta ekki vitað, hvað mikið viðskiptamennirnir
þurfa, og því getur svo farið, eins og mörg dæmi eru
til, að þær hafi ekki bóluefnið allt af til. Menn geti því
ekki náð í það, þegar þeir vilja bólusetja, og missi því
fé úr pest að óþörfu. Taki verzlunin aftur mikið, getur
hún legið með það frá ári til árs, og það vill hún helzt
ekki, og þá er líka meiri hætta á að bóluefnið geti
skemmst, enda þótt að það eigi að vera hægt að geyma
það óskemmt.
Á öðrum stöðum láta menn sýslumennina hafa bólu-
efnis-verzlunina. Um það er alveg hið sama að segja
og um það, þegar verzlun verzlar með bóluefnið. Það
fylgja því sömu annmarkar, og enginn kostur annar en
sá, að fjáreigendur þurfa litla fyrirhyggju fyrir því að
hafa að ná í það.
Sumsstaðar panta bólusetjarar í eins margt og þeir
hyggja að þeir muni bólusetja að haustinu. Þegar ræða
er um menn, sem bólusetja fyrir marga, er ekki gott
fyrir þá að vita með vissu, hve margt þeir munu verða
látnir bólusetja. Annars færist nú meira og meira í það
horf, að hver bólusetji fyrir sjálfan sig, og að því ber
vitanlega að stefna, að svo verði.
Nokkrir bændur panta fyrir sig sjálfir. Gerðu allir
það, þyrfti á 7. þúsund sendingar af bóluefni, og burðar-
gjaldið undir þær allar yrði allmikið. Það væri fjársóun
að óþörfu.
Langsjálfsagðast er, að hver oddviti panti fyrir sinn
hrepp. Á vorhreppaskilum eða á mannfundi síðar að
sumrinu tekur hann þá á móti pöntunum manna, fær að
vita, hvað hver vill mikið og hvers konar bóluefni, í
hvernig glösum hver vill, sem vill danska bóluefnið, og
pantar svo í einu lagi fyrir allan hreppinn. Þá getur
pöntunin komið svo snemma til seljanda, að hann viti