Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 380
374
BÚNAÐARRIT
hve mikið þarf að búa til, ef um innlent efni er að ræða,
en hve mikið þarf að fá frá Danmörku, ef um erlent
efni er að ræða, en þetta atriði er mjög mikilsvert. Ef
þessa er ekki gætt, þá getur farið svo um erlenda bólu-
efnið, eins og nokkrum sinnum hefir komið fyrir, að
það sé uppselt á miðju hausti, og menn ekki geti náð
í það, þegar þeim hefir legið á, og því misst fé að óþörfu
úr pest.
Og með innlenda efnið getur þá farið svo, að eftir-
spurnin að haustinu verði svo ör, að ekki vinnist tími
til að prófa styrkleikann á sauðfé, áður en gengið er
frá því í sendingar-glösin, en það er vitanlega alveg
nauðsynlegt.
Því ríður á að bóluefnið, bæði það innlenda og danska.
sé pantað í tíma, svo að hægt sé að fullnægja pöntunum
manna.
Margir hafa látið pöntun fylgja skýrslum þeim, er þeir
sendu mér um reynsluna á bóluefninu í fyrra. Síðan
hafa ástæður breyfzt, og ekki víst að lambalíf verði eins
mikið og menn þá bjuggust við. Eg hygg því að það
væri réttast að menn endurnýi þær pantanir, og þá helzt
gegnum oddvitana fyrir allan hreppinn í einu. Með því
móti þarf ekki nema 200 sendingar út um landið, og
við það vinnst tími og burðargjald.
Pantanir sínar á innlenda efninu ættu menn að senda
beint til rannsóknarstofu Háskólans, en á því danska til
frú Astu Einarson, Túngötu.
Það virðist eins og pestin sé farin að drepa fyr á
haustin en áður.
Fyrir réttir drap hún sumsstaðar í haust (Eyjafirði,
Hornafirði og víðar), og meðan slátartíð stóð yfir drap
hún margt víða. Því eiga menn að bólusetja lífféð
snemma að haustinu. Þá er tíð líka venjulega betri og
hlýrri en seinna og þá verður fénu minna um, en þegar
veður eru orðin misjöfn og fé byrjað að Ieggja af.
Eg vil endurtaka það og biðja bændur að athuga vel,