Búnaðarrit - 01.01.1931, Side 381
BÚNAÐARRIT
375
að hafa nú, og í framtíðinni, samvinnu um það innan
hrepps, að panta bóluefni og panta það í tíma, þá er
vissa fyrir að þeir geta fengið það danska, og að hægt
er að senda þeim innlent efni, sem búið er að reyna á
fé hvað styrkleika snertir.
Þá er rétt að benda mönnum á það, að bólusetningar-
spraufurnar, sem menn nota, eru misstórar, það er að
segja milli marka á sprautunum eru mismargir tenings-
sentimetrar.
Þetta hefir þau áhrif á bólusetningu með danska
efninu, að það verður úthrært í mismiklu vatni, en að
öðru leyti fær hver kind sinn skammt.
íslenzka efnið er aftur á móti vökvi, og því fá kind-
urnar mismarga skammta effir stærð sprautanna. I fyrra
átti að endast úr glasinu í 50 kindur. En þeim, sem
áttu stærst inndeildu sprauturnar, entist ekki nema í
25 kindur úr glasinu, öðrum í 36, enn öðrum í 50,
enn öðrum í 75 og einstaka í 100 kindur. Það var því
bæði til að kindin fékk tvöfaldan skammt og hálfan
skammt.
Hvort þetta kann að eiga einhvern þátt í því, að
meira hafi drepist úr pest þar, sem kindin fékk hálfan
skammt, og af bólusetningu þar, sem hún fékk tvöfaldan
skammt, er ekkert hægt að fullyrða um, því þótt ég á
flakki mínu hafi séð sprauturnar, þá veit ég ekki hvernig
sprautu hver einn af þeim hundruðum bænda, sem hafa
sent mér skýrslur, eiga. En hver einn ætti að prófa
stærð sinnar sprautu, og það er auðgert með vatni úr
meðalaglasi af ákveðinni stærð. Athugið sprauturnar,
rannsakið hvað þær rúma rnilli strika.
Ég ber þá von í brjósti, og ég vil láta það verða að
vissu, að okkur megi takast það hér heima að búa til
gott bólusetningarefni, og til þess eigið þið bændur
landsins að hjálpa, með því að gera á því samanburð
og danska bóluefninu, sem þið hafið notað og eigið að
nota jöfnum höndum við það íslenzka.