Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 392
386
BÚNAÐARRIT
numið úr lögunum, er þau voru endurskoðuð 1928.
En þá voru sett ákvæðin um það, að einungis meðlimir
búnaðarfélaga gætu fengið styrk samkvæmt jarðræktar-
lögunum, og einnig það ákvæði, að leggja skuli 5°/o
af jarðabótastyrknum í sjóð hlutaðeigandi búnaðarfélags,
en það verji honum til sameiginlegrar starfsemi í
félaginu.
Þetta kom fyrst til framkvæmdar, þegar útborgaður
var styrkurinn 1929 (fyrir jarðabætur mældar 1928), og
er hlutur búnaðarfélaganna nú orðinn þessi:
1929 .......kr. 18718.79
1930 .........— 25631.93
1931 .........— 29376.80 = alls kr. 73727.52
Þetta er töluverð upphæð í einu lagi, en þó eru það
ekki nema um 114 kr. í hlut hvers búnaðarfélags að
meðaltali árlega. Vert væri fyrir búnaðarfélögin að at-
huga það, að þau gætu með tímanum eignast myndar-
legan sameignarsjóð, með því að leggja árlega, þó ekki
væri nema helming af þessum styrk í sameiginlegan
sjóð, ef líkar reglur um styrkveitingar verða gildandi í
framtíðinni og jarðabætur fara vaxandi árlega, eins og
verið hefir nú um hríð.
Þegar lögin voru endurskoðuð 1928, voru sett í þau
ákvæðin um verkfærakaupasjóð, er mæla svo fyrir, að
ríkissjóður veiti hverju búnaðarfélagi árlegan styrk, er
nemi 10 aurum fyrir hvert unnið jarðabótadagsverk,
innan félagsins á því ári, og koma þá til greina allar
jarðabætur, sem á skýrslur eru teknar.
Þótt styrkur þessi sé miðaður við dagsverkatöluna
og fari þess vegna í heildinni eftir henni, þá skiptist
hann þó milli búnaðarfélaganna eftir tölu jarðabóta-
manna í hverju félagi. Er það hvöt fyrir hvert búnaðar-
félag til þess að hafa sem flesta starfandi meðlimi.
Auk þessa 10 aura styrks greiðir og ríkissjóður fast
tillag, 20000 kr., til Verkfærakaupasjóðs, og það tillag