Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 393
BÚNAÐARRIT v 387
skiplist einnig milli búnaðarfélaganna eflir tölu jarðabóta-
manna í hverju félagi. Tilgangur V/erkfærakaupasjóðs er
sá, eins og mönnum er kunnugt orðið, að létta undir
með bændum, einstökum, eða fleirum í félagi, að eign-
ast hestaverkfæri til jarðræktar (jarðabótaverkfæri), eftir
þeim reglum er lögin ákveða.
Þessa styrks hafa búnaðarfélögin nú notið í 3 ár,
og hefir hann, að meðtöldu fasta tillaginu, orðið sem
næst því er hér segir:
1929 .......kr. 69918.00
1930 .......— 89800.00
1931 .......— 94088.00 = alls kr. 253806,00
Þessar tölur, að frádregnum 20 þús. árlega, sýna
dagsverkatölu allra unninna jarðabóta s.l. 3 ár.
í síðasta árgangi >Búnaðarritsins<, bls. 243, er sýnt
hversu miklu nema jarðabæturnar 1925—'29 og jarða-
bótastyrkurinn 1926 —’30. Ef þar við er bætt jarðabót-
unum, sem mældar voru 1930, og styrknum, sem fyrir
þær var greiddur í ár, þá koma fram þessar tölur (og
eru þá dagsverkin talin í heilum þúsundum):
Jarðabætur mældar 1925—’30:
a. Allar jarðabætur................ 2.461.000 dagsverk
b. Samkv. II. kafla jarðræktarlaga . 2,003.000 —
Styrkur greiddur 1926—’30:
Samkv. II. kafla jarðræktarlaga..........kr. 1.958.766
Sé hér við bætt hlutdeild búnaðarfélaganna í jarða-
bótastyrknum (5°/o) og tillögum ríkissjóðs til Verk-
færakaupasjóðs, þá verða þessir styrkir allir ríflega
kr. 2.286.000.
Tala jarðabótamanna, er sfyrks hafa notið samkvæmt
II. kafla jarðræktarlaga, hefir farið hækkandi ár frá ári,
úr 1584 upp í 4658 (1929 voru þeir 4931), og samtala
þeirra öll árin er 19694, en meðaltal allra áranna 3282.