Búnaðarrit - 01.01.1931, Page 397
BÚNAÐARRIT
391
Væri jarðabótastyrknum sjálfum deild á samtölu jarða-
bótamannanna koma kr. 99.46 á hvern, og væri hon-
um deilt á meðaltöluna kæmu því í hlut kr. 596.76.
Lauslegur útreikningur á því, hversu mörg dagsverk,
samkv. II. kafla, koma árlega á hvern jarðabótamann,
sýnir að þau eru sem næst því, er hér segir:
1925 1926 1927 1928 1929 1930
Dagsverk á mann ... 78 82,4 97 95 99 130
Langmest er hækkunin síðasta árið og stendur að
nokkru leyti í sambandi við það, að þá eru þurheys-
hlöður taldar með styrkhæfum jarðabótum í fyrsta sinn.
Þessi hækkun frá ári til árs kann í fljótu bragði að
virðast lítil, en aðgætandi er, að yfirleitt athafnamestu
jarðabótamennirnir hafa verið með frá fyrstu, en árlega
viðbótin við tölu jarðabótamannanna kemur einkum frá
þeim, sem minni máttar eru og áður unnu ekkert.
Réttari samanburður um vöxt jarðabótanna, er falla
undir II. kafla jarðræktarlaganna, fæst með því, að at-
huga hver hlutföll eru á dagsverkatölunni frá ári til árs,
þegar dagsverkatalan, samkv. mælingunum 1925, er sett 1.
Þau hlutföll verða þannig:
Ár: 1925 1926 1927 1928 1929 1930
Dagsverka hlutföll: 1 1,52 2,05 2,81 3,96 4,92
Þessar tölur sýna, að á móti hverju einu dagsverki,
sem mælt var 1925, eru mæld nærri 5 dagsverk 1930
eða með öðrum orðum að jarðabæturnar hafa nálega
fimmfaldast á þessum árum. En á sama tíma hefir tala
jarðabótamannanna tæplega þrefaldast (1584 : 4658).
Síðari taflan sýnir, eins og áður er sagt, jarðabæt-
urnar á þjóð- og kirkjujörðum, þær er mældar hafa
verið til landsskuldargreiðslu.
•Um það verður ekki sagt hvort þær allar, eða hversu
mikill hluti þeirra, virkilega hefir gengið til landsskuldar-