Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 21
Hlín
19
margir, en engir stórir. Dregur gerðið nafn sitt af
þeim stærsta. Hann liggur af grasflötinni vestan í
hraunöldu þá, er norðaustan að gerðinu liggur, og áður
hefir lýst verið. Það er mál manna, að áður hafi verið
göng úr hellinum upp í gjána, en nú sjer engin merki
til þeirra, og þykir mjer líklegast, að þetta sje tilbún-
ingur einn. Hellir þessi er gamall fjárhellir, því þykt
áburðarlag var á botni hans. — Á alla vegu ligg'ja
klappir, holt og hraundrangar að gerðinu, svo skjól er
þar að heita má í öllum áttum, sólríkt og liggur ágæt-
lega við sólu. — Jarðvegurinn er þar víðast hvar mjög
grunnur og sumstaðar berar grjóturðir. Allm'ikið er nú
búið að flytja af mold inn á gerðið og koma henni fyrir
á þá staði, sem hennar þótti mest þörf. Moldarflutning-
ur þessi mun nú vera orðinn nær 2000 kerruhlöss og
hefir kostað fjelagið á fjórða þúsund krónur. Mikil
framför hefur orðið á gróðri innan girðingarinnar síðan
girt var, enda hefir mikið verið gert að því að hjálpa
náttúrunni til í þessu starfi, með því að bera mold og
áburð á gróðurlausar klappir og hraunurðir, en þess er
þó vandlega gætt að raska ekki til muna neinum sjer-
kennum landslagsins.
Síðastliðinn vetur heimilaði bæjarstjórnin fjelaginu
allmikinn landauka, og var nokkuð af því landi tekið tíl
undirbúningsræktunar í haust, en mestur hluti þess
bíður framtíðarinnar og betri tíma, því æði mikið verk-
efni er fyrir hendi að komte, í lag því landi, sem nú er
ijman girðingarinnar, jafn torvelt og það er, þar sem
alla mold verður að flytja að, og eigi hægt að koma
henni á bílum lengra en að girðingunni, en þaðan verð-
ur að flytja hana í hjólbörum eða á annan hátt enn
seinvirkari og tafsamari út á þá staði, sem græða á
upp. Þetta hefir verið, er ,og verður til mikillár tafar
og gerir ræktunina seinfærari og kostnaðarsamari.
2*