Hlín - 01.01.1927, Side 27
Hlín
25
garðyrkju og matreiðslu gegn nánari skilyrðum sem
stjórnin setur. Fjeð takist af 9. lið D)«.
Stjórn B. í. áskilur samkviæmt brjefi til nefndarinn-
ar dags. 26. apríl 1927 að % hlutar kostnaðar við náms-
skeiðin eða leiðbeiningarnar greiðist annarstaðar frá,
og ennfremur að fjelagið greiðir ekki sinn hluta (>/3
kostnaðar) fyr en skýrsla liggur fyrir um starfsemina
og reikningur yfir kostnaðinn.
Garðyrkjunefndin rjeð það af að taka 2 garðyrkju-
konur í sína þjónustu, er starfa skyldu í Gullbringu- og
Kjósarsýslu og Borgarfjarðar- og Mýrasýslu 5 mánaða
tírna á þessu sumri. — Nefndinni er það fullljóst, að
heil sýsla er mikils til of stórt svæði yfirferðar, mætti
helst ekki vera nema einn hreppur, en við vonum, að á
þessu sumri rnegi takast, þótt hratt sje farið yfir, að
koma hreyfingu á málið og vekja áhuga fyrir því hjá
almenningi og þá er mikið unnið. i nefndum sýslum eru
greiðari samgöngur en í öðrum hjeruðum, því voru þær
valdar öðrum fremur í þetta sinn.
Þá leitaði nefndin fyrir sjer um fjárframlag í sýsl-
unum á nióti loforðinu frá B. í. og lögðu Búnaðarsam-
böndin í sýslunum' fram 300.00 og Ungmennasamband
Borgarfjarðar og Mýrasýslu 100.00. Auk þess greiddu
margar kvenfjelagsdeildir 50.00 úr sjóðum sínum. —
Reynslan hefur sýnt 0g sannað, að langbest og hentug-
ast er að fela konunum að greiða götu umferðarkenn-
ara, sem ætla að leiðbeina í garðyrkju, hússtörfum og
handavinnu. Af þeirri ástæðu, þótt ekki væri önnur,
eru kvenfjelögin svo nauðsynleg í hverri sveit og hverju
kauptúni, því verkleg umferðarkensla eykst óðum, og
er einn liðurinn í baráttunni við útstreymið úr sveitun-
um til kaupstaðanna.
Ef þessi fyrsta tilraun með hinar útsendu garðyrkju-
konur hepnast vel, þarf ekki að efa að ríflegri fúlga
fæst á næsta Búnaðarþingi til þessarar fræðslu.