Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 81
Hlín
79
pening innanum rusl og óhroða, og fyrsta hugsunin eft-
ir að hann hefur fundið sjálfan sig aftur, er auðvitað
föðurhúsið, barndómsheimkynnið, þar sem hann átti
heima, áður en hann týndi sjálfum sjer, og enduiminn-
ingar hans sönnu veru voru bundnar við. Þangað hlrnit
hugurinn að hverfa fyrst þegar hann áttaði sig, heim,
heim þangað sem faðir hans var, sem hann í ljettúð
sinni hafði yfirgefið, og nú var ef til dáinn af sorg yfir
týnda syninum. En ef hann væri nú enn á lífi. Mundi
hann geta fyrirgefið honum, eða látið hann ef til vill
njóta þess að einhverju, að hann var sonur hans, svo
hann gæti þó átt jafn gott og aðrir þjónar hans. —
Hann hjelt heimleiðis í þeirri von. Og hann var sVo
heppinn, að faðir hans var ekld dáinn, og þá var auð-
vitað föðurfaðmurinn opinn.
Vjer sjáum, að sonur þessi var kominn út á hættu-
lega braut. Enginn á það víst, sem þannig villist óg
týnir sjálfum sjer, að hann átti sig og finni sjálfan sig
aftur. Líkurnar eru stundum ekki meiri en fyrir því að
finna perlu í sorphaug. Það getur verið að eftir vorum
lifnaðarháttum, sje ekki svo mjög hætt við því, að þú
og jeg týnum sjálfum okkur svo gersamlega, sem glat-
aði sonurinn í dæmisögunni, en öllum er hætta búin að
týna einhverju af arfleifð sinni, einhverju af því sem
hann á best og óspiltast í fari sínu. — Lærum þá af
dæmi þessa týnda sonar að leita þess í tíma, sem vjer
höfum mist, og ef vjer höfum týnt einhverju af sjálfum
oss og vilst frá föðurhúsunum, vilst frá guði eða fjar-
lægst hann, þá reynum í tíma að snúa við. Fagnaðar-
efnið mikla er þetta: föðurfaðmurinn er opinn til að
taka á móti oss. En möguleikarnir eru tveir, vegirnir
tveir, það vill Jesús sýna í dæmisögvmni.
Lífsgátan sjálf er óleyst eftir sem áður. Við augum
vorum blasir eftir sem áður lífið eins og það er, fult af
andstæðum, mótsögnum og óleysanlegum leyndardóm-