Hlín - 01.01.1927, Side 91
Hlín
89
sens, Lövlands o. fl., og í hverri veraldarsögu má hjer
eftir lesa um stjórnarbyltingu þessa. En þegar um slíkt
er að ræða, þá vaknar jafnan löngun hjá mjer til að
sjá undir yfirborðið, hvað gerist á heimilunum, í hug-
um fólksins, sem á að taka við skellunum, bera vopnin,
láta sitt eigið blóð, svelta, sjá ástvinum á bak o. s. frv.
Tveimur árum eftir þessa atburði var jeg á ferð í Nor-
egi. Þá heyði jeg margt og las um það efni. Jeg ætla að
segja fáein dæmi.
Mörgum mönnum er pyngjan viðkvæm, og það er
haft að orðtaki, að tungan sje hægur li'mur, þ. e. a. s.
hægt sje að tala digurt, eggja og hvetja, ef ekki þyrfti
meira til að koma máli fram. Norðmenn voru fátæk
þjóð, lifðu mjög sparlega, skattar og skuldabyrgðir á
bæjum og sveitafjelögum afar þungar eftir efnum. Þeir
vissu vel, að stórfje þurfti til hers og landvarna, ef Sví-
ar hæfu ófrið, og erfitt rrtundi að fá það fje í tæka tíð.
Peningaloforð, stór og smá, streymdu að stjórninni úr
öllum áttum. Sagt var að konungsefni Svía hefði sagt
við Norðmann einn auðugan: »Norðmenn geta ekki lagt
út í ófrið, þá skortir korn og peninga«. Norðmaðurinn
svaraði: »Við getum þá jetið barkarbrauð eins og 1814,
og að því er peningana snertir, þá safnast þegar saman
kemur, við frændurnir getum t. d. lagt til 15 miljónir«.
Skrifstofustjóri hjá verksmiðjueiganda nokkrum kom
til hans einn morgun um þessar mundir og spurði, hvort
það væri nú ekki best að fara að kaupa nýju vjelarnar,
sem til hefði staðið, nú lægju krónurnar til taks, 40000.
»Nei«, sagði eigandinn, »það má eklci festa þær, stjórn-
in kann að þurfa þeirra bráðlega«. Það var sagt, að þar
hefðu verið fleiri 40000 til taks, ef til ófriðar hefði kom-
ið. — Vinir tveir voru að tala saman um það, hve mik-
ið þeir ættu að gefa, ef í hart færi. Annar sagði: »Ef
Svíar ráða á okkur, þá gefum við aleiguna«. Hann var
nýkvæntur og hafði fengið mikið fje með konunni. »Það