Hlín - 01.01.1927, Qupperneq 139
Hlín
137
flestum og þyngstum meiðyrðasteinum á, hann, sem
hvergi átti heima. Um leið og hann sá okkur, beygði
harin af leið, auðsjáanlega til þess að verða ekki á vegi
okkar. Ef til vill hefur hann haldið, að hann fengi ekki
annað en það, sem fjöldinn rjetti oftast að honum: Háð
og særandi orð.
Það voru hundar með okkur, sem hlupu geltandi að
gestinum. Þegar þeir nálguðust hann, hætti einn
hundurinn skyndilega að gelta, og hljóp til mannsins
með miklum vinalátum. Hann nam staðar, strauk seppa
ósköp vel, og hjelt svo ferðinni áfram. En hvað sá jeg
þá, sem hinir fjelagarnir sáu ekki? Það, að maðurinn
brá hendinni nokkrum sinnum upp að augum sjer,
eins og hann væri að þurka eitthvað þaðan, sem heim-
urinn mátti ekki sjá. Það hafa líklega verið tár, — tár,
sem enginn getur þýtt, ef til vill síðasta döggin, sem
fjell á sálarblómin hans — döggin, sem enginn vinur
þerraði.
Jeg horfði á eftir honum svo lengi sem jeg gat. Mjer
virtist jeg geta lesið ótal rnargar skammstafanir úr
lífssögu hans, skráðar á bak honum. — Og löngu eftir
að hann var horfinn úr augsýn, sýndist mjer jeg sjá
hann sem ímynd útlagans, er hvergi á höfði sínu að að
halla, en gengur hvíldvana götur sorgarinnar. — Að
baki er endurminningin, sár og svíðandi, en framundan
óttinn fyrir hinu ókomna. — Menn sem málleysingja
vill hann flýja og jafnvel sitt eigið líf. Á markaði
mannlífsins er pund hans orðið að ógjaldgengri vöru,
sem enginn lítur við eða spyr eftir, og sjálfur flýtur
hann sem strá með straumi, að feigðarósi.
Þetta er maðurinn, sem enginn vildi eiga að vini.
Hvers vegna? Að líkindum af því, að hann hefur ekki
kunnað að leika yfirborðsvináttuna. Eða af því að
hann hefur ekki átt neitt til að gjalda vináttuna með,
nema trygðina, sem enginn leitaði eftir.