Hlín - 01.01.1927, Síða 147
Hlín
145
því þá er ekki hægt að kalla hami sjálfstæðan búning.
— Þar sem upphluturinn fylgdi faldbúningnum gamla,
sjáum við, að þá hefur hvorki skotthúfan nje fínfelda
og þjettfelda peysupilsið verið notað við hann, heldur
jafnfeldara pils alt í kring, og annað höfuðfat en skott-
húfan. — Þar að auki er ekki hentugt að eiga engan
ljettan þjóðbúning, sem hægt er að hreyfa sig í eftir
vild, engan mislitan þjóðbúning sem gerir ungu stúlk-
urnar enn unglegri og fallegri. — Þessi upphlutsbún-
ingur getur sett íslenskari svip á kvenþjóðina ungu;
þær þurfa alls ekki að sækjast eftir að vera alveg eins
og annara þjóða konur, heldur eitthvað útaf fyrir sig.
Kvenfólkið er ekki síður fallegt, kvenlegt og sjálfstætt
fyrir því. — Við konur, jafnt yngri sem eldri, hljótum
að vilja taka höndum saman í þessu þjóðbúningamáli,
þegar við athug-um, að árið 1930 ættu sem flestar ís-
lenskar konur og smámeyjar að vera klæddar þjóðbún-
ingi, hvort heldur eru skautföt, peysuföt eða upphluts-
föt, því ræður hver fyrir sig, hvern búning hún velur
sjer. — Þessi upphlutsföt, með mjórra og styttra pilsi,
eru margfalt þægilegri að hafa á ferðalagi en peysu-
fötin, og að hafa þau með öðrum lit en svörtum, er af-
ar hentugt hversdagslega, það sjáum við og finnum.
Þáð hefur vakað fyrir mjer og vakir í þessu þjóðbún-
ingamáli, að það, að ungu stúlkurnar klæðist þjóðbún-
ingi, hafi í för með sjer mikinn ávinning fyrir heilsu og
efnahag. Og ef margt það kvenfólk sem nú klæðist
kjólbúningi, breyttj til, sýndi það með því meiri þjóð-
rækni. Og hugsunarhátturinn batnar við að hylja meira
líkama sinn en yfirleitt er gert í erlendum búningi. —
Jeg þarf ekki að fara langt út í þetta mál, því enn erum
við svo margar til, konurnar, sem vitum það og skilj-
um, og sem höfum í heiðri þjóðbúninga vora. Það er
enginn kominn til að segja, hve margt gott það getur
10