Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 18
16
Hlin
»Styrktarsjóður hins ísl. kvenfjelags« var stofnaður
30. okt. 1905. Er árlega veittur styrkur úr honum
nokkrum fátækum konum, og heldur fjelagið áfram að
efla hann eftir föngum.
Auk þess hefur fjelagið lagt talsvert af mörkum til
ýmsra þarfa- og menningarfyrirtækja, t. d.:
í blómsveigasjóðinn kr. 100.00. Til standmyndar
Ingólfs Arnarsonar kr. 100.00. Til Vífilsstaðahælis kr.
400.00. Til minnisvarða Jóns Sigurðssonar kr. 100.00.
Til Iðnsýningar 1911 kr. 100.00. Til Belga 1915 kr.
100.00. Til austurrískra barna kr. 100.00.
Ríflegar minningargjafir eftir látna fjelaga sína
hefur fjelagið ósjaldan gefið, en ekki þykir hlýða að
telja þær hjer nánar.
Kvenrjettindamálið ljet »H. f. kvfj.« á ýmsan hátt
til sín taka, t. d. gekst það fyrir því árið 1907, að send-
ar voru áskoranir um aukin kvenrjettindi til Alþingis,
víðsvegar að á landinu.
Þá má geta þess, að það var »H. í. kvfj.« sem reið á
vaðið með að afnema þvottapokaburðinn í Laugarnar,
og gefa mönnum kost á ódýrum akstri á þvotti. Rak
það akstur þenna um nokkurt skeið með skaða einum,
en er það treystist ekki að halda honum lengur uppi,
var sá rekspölur kominn á málið, að aðrir, sem betri
tök höfðu á að gera sjer aksturinn arðvænlegan, tóku
við, og nú mun, sem betur fer, pokaburðurinn löngu úr
sögunni.
Nú síðastl. ár hefur fjelagið gengist fyrir því að
reisa frændsystrunum, Þorbjörgu Sveinsdóttur og
Ólafíu Jóhannsdóttur, minnisvarða í Reykjavíkur-
kirkjugarði, og var hann afhjúpaður á hundrað ára af-
mæli Þorbjargar haustið 1927.
Það, sem hjer er skráð, er tekið upp úr fundabók
fjelagsins frá stofndegi til þessa dags. Rúms vegna