Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 141
Hlín
139
og sKÓgviður minna notaður' til eldiviðar, síðan rafur-
magnið kom til sögunnar.
Úr Biskupstungum er slcrifað: Það tel jeg helst til
frjetta hjeðan, að nýbúið er að vígja einhvern hinn
vandaðasta og fullkomnasta barnaskóla, sem völ er á.
Þar eru öll þægindi, sem hægt er að kjósa sjer. —
Hver er þar alveg hjá, þann er notaður til hitunar,
suðu og ljósa. Þetta er steinhús með öllum þeim útbún-
aði, sem bestur verður kosinn. — Og staðurinn sjálfur
einn hinn fegursti og einkennilegasti: Háir klettar,
blómskrýddar brekkur og rennisljettir bakkar að
Tungufljóti............. Jeg vil láta konurnar taka
þennan skóla að sjer sem óskabarn sitt.
Úr Þykkvabæ í Rangárvallasýslu er skrifað: Á 20
ára tímabili hefur margt breyst hjer til batnaðar, aðal-
lega síðan vötnin voru stífluð, þau gerðu hjer svo mik-
ið tjón. — Nú erum við sem í öðru hjeraði, en áður
vorum við umlukt á alla vegu.
Á erfiðustu vatnsárunum bygðu þeir þó nýja kirkju
hjer hjá okkur, það mikið á sinn kostnað, líka
smjörgerðarhús og ungmennafjelagshús. Nú eru þeir
að byggja íveruhús á hverju ári. — í sveitinni eru
um 30 búendur. —
Af Akranesi er skrifað: — Merkasta málið, sem
kvenfjelagið hjerna hefur fengist við, er að safna fje
til sjúkraskýlis-byggingar. Fjelagið ætlar að helga
þessu máli einn dag árlega, uns marki er náð.
Fjelagið sjer um kaffisölu á samkomum þorpsins.
Standa fjelagskonurnar til skiftis fyrir veitingunum
eftir stafrófsröð; selja bæði betra og ódýrara kaffi en
tíðkast hefur, og þó hagnaður fyrir íjelagið.
. Úr Flatey á Breiðafirði er skrifað: — Kvenfjelagið
okkar er nú bráðum 5 ára gamalt. Það var stofnað 1
þeim tilgangi að safna fje til sjúkraskýlis-byggingar
í Flatey. Flatey er eini viðkomustaður skipanna norð-