Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 103
Hlin
101
heyrði nýlega, um stálpuð börn sín. »b>au gera ekki ann-
að en það sem þeim sjálfum líkar«. — Hún talar fyrir
munn margra þessi kona. Svona er ástandið of víða, því
miður.
Einstaklingnum er um megn að kippa þessu í lag, hann
vantar ef til vill sjáifstæði til þess, eða hann megnar ekk-
ert einangraður. Áhrif hans reisa ekki rönd við óhollum
venjum, sem ráða lögum og lofum í sveitinni eða kaup-
túninu, Hann flýtur því með straumnum, nauðugur, vilj-
ugur. —
Þarna eiga kvenfjelögin að koma til hjálpar. Hvað er
eiginlega eðlilegra og sjálfsagðára, en að kvenfjelögin
ræði ýmislegt sem heimilunum má að gagni korna? Ræði
það, fyrst og fremst. Hver er sjálfum sjer næstur. —
Með samtökum og samvinnu má kippa ýrnsu í lag, sem
snertir heimilisbrag og heimilishætti, og gera heimilin með
því áhrifameiri og sterkari, svo þau hafi varanleg áftrif á
joá, sem þar ala aldur sinn, bæði börn og fullorðna. Þetta
er málefni, sem snertir allar fjelagskonur. Allir geta þar
lagt orö í belg. Framkvæmdir þessara mála kosta ekki pen-
inga, sem oft er svo örðugt að afla. En fjelagar stíga á
stokk og strengja þess heit að færa margt til betri vegar
á heimilum sínum og vinna þannig að því saman að bæta
sveitar- og bæjarbraginn. — Það er óendanlega mikill
styrkur að vita það, að sama baráttan er háð alt í kring
mn mann. Það eykur manni kjark og sjálfstæði.
Það þarf ekki að efast um það, að karlmennirnir styðja
konurnar í þessu umbótastarfi. Leggið kapp á það, konur
göðar, að halda fast við þann góða, gamla, islenska sið,
að einn lesi hátt fyrir alla á kvöldvökunni og veljið vel
bækurnar. Jeg hef reynslu fyrir mjer í því, að þessu má
vel koma við í kaupstöðum líka, og þess er ekki siður
þörf þar. — Kvöldvökulestrarnir mentuðu alþýðu okkar
öllu öðru fremur á umliðnum öldum, og þeir hafa enn
þann undra mátt að saineina fólkið. Börnin venjast fljótt