Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 122
120
Hlln
seglskip frá útlöndum var komið. — Brátt fréttist það,
að Þorvaldur frá Fagradal hefði komið með skipinu,
útskrifaður af háskólanum með besta vitnisburði. —
Mikil var gleði foreldra hans, því margar fagrar
framtíðarvonir voru tengdar við mannvænlega einka-
soninn þeirra. — Nú fór faðir hans að týgja sig til
ferðar að sækja son sinn. — Hann klökknaði af gleði,
þegar hann sá son sinn, sem nú var orðinn hár og karl-
mannlegur, en ljóshærður og hrokkinhærður var hann
ennþá. »Guði sje lof að jeg hitti þig eins og þú varst,
þegar jeg sigldi«, sagði Þorvaldur, er hann hafði heils-
að föður sínum og þakkað honum alla góðvild og ást-
ríki við sig. — »Sjálfþakkað«, sagði faðir hans, og
faðmaði son sinn, meira gat hann ekki sagt, en gleði-
tárin, sem streymdu af augum hans, sýndu Þorvaldi
betur en nokkur orð, að föður hans þótti sér fulllaun-
að.
Nú riðu þeir feðgar heimleiðis. — Á margt var að
minnast, því langt var síðan þeir skildu. — »Hvar er-
um við nú?« spurði Þorvaldur. »Mjer finst jeg kann-
ast við mig«. »Hjá Grímsbakka«, svaraði faðir hans.
»Þama er sjálfur bærinn uppfrá, og þarna er Hrafna-
gjáin, og hjerna við veginn, vittu nú hvort þú manst
ekki eftir neinu, sem hjer átti að vera«. — En Þor-
valdur þurfti ekki þessa áminningu; hann mundi vel
eftir kvöldinu, þegar hann fór þarna fram hjá og kast-
aði þrem steinum í grjótdysina. Hann mundi vel eftir
litlu, fallegu stúlkunni og gömlu konunni með augna-
skýluna. »En hjer er orðið svo breytt«. — »Ertu ekki
hissa«, sagði faðir hans. »Þetta hefur hún Helga
Grímsbakkasól gert, meðan þú varst í burtu«. — Síð-
an sagði faðir hans honum alt, sem bæði hann og aðrir
vissu um þetta fyrirtæki. — Þorvaldur varð meir og
meir hugsandi, meðan faðir hans ljet dæluna ganga. —
Litla stúlkan, einurðarlausa, var orðin stór og falleg