Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 130
128
títín
unnar og þakkaði henni fyrir konuna sína og bað hana
að panta fyrir sig saumavjel, þær voru þá alveg ný-
farnar að tíðkast til sveita. »Því«, sagði hann, »hún á
fyrir því hjá mjer, að jeg reyni að ljetta henni eitt-
hvað það sem á henni hvílir«.
Jeg þekti þessi hjón mörg ár eftir að þessi saga
gerðist, og vissi aldrei annað en að sambúð þeirra væri
mjög góð, og þegar bóndinn varð fyrir þ'ví á seinni ár-
um að missa að nokkru leyti heilsuna, stundaði konan
búið í samráði við hann og fórst það vel.
Jeg veit að þessi saga er ekkert einstök, margir
muna sjálfsagt líkar sögur. Jeg hef talað um þetta við
konu, sem er reynd í lífinu, og hefur hún bent mjer á
þessi atriði: Bóndinn var langt að kominn, og vanur
öðrum heimilisbrag en konan, sem mest hafði þurft
að hugsa um að afla og framleiða. Stúlkan hugsaði
mest um að prýða og hreinsa heimilið. Bóndanum
geðjaðist vel hreinlæti hennar og góð umgengni. Stúlk-
an hafði líka gott lag á unglingunum, því hún var
stjórnsöm, og þeir hændust að henni. Þetta þolir kon-
an ekki, verður afbrýðisöm og gefst upp. Bóndinn er í
vandræðum, en stúlkan, sem er viljug og fórnfús, tek-
ur heimilisstörfin og stjórnina í sínar hendur og það
þolir konan ómögulega. Hún veikist og getur ekki
hrundið af sjer.
Þessi saga endurtekur sig.
Nýlega var mjer sögð ein þessi saga: Kona veiktist
og gat ekki sint heimili sínu. Myndarstúlka var fengin
til að sjá um það og stunda hana. Þegar tímar liðu og
konunni batnar ekki, er hún flutt á sjúkrahús. Nú
heyrist talað um og annálað, hve heimilið fari vel fram
og fer þá svo, að jafnvel skyldmenni þeirra hjóna óska,
að þegar konan falli frá, sem það býst við að sje rjett
fyrir dyrum, þá fái börnin og maðurinn að njóta þess- *
arar góðu manneskju. — Þetta skraf frjettir konan, og