Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 67
Hlín
65
Enn um eðli og hlutverk kvenna.
Eftir Sigrúnu P. Blöndal í Mjóanesi, S.-Múlasýslu.
í 3. og 4. tbl. »19. júní« 1927, hefur dr. Björg C. Þor-
láksdóttir geii; erindi mitt mn »Eðli og hlutverk
kvenna«, er birtist í 10. árg »Hlínar«, að umtalsefni.
Mjer kom það ekki á óvart, að það mætti andmælum,
því svo mjög fer ýmislegt af því, sem jeg hjelt fram, í
öfuga átt við anda þann, er kvenfrelsishreyfingin hef-
ur blásið í brjóst mörgum konum og »slegið hefur út«
á ýmsa vegu á síðustu árum og suma kynlega.
Það var af ýmsum ástæðum mjög gott, að andmæli
komu frá einni af þeim fáu íslensku konum, er hlotið
hafa vísindalega mentun, bæði vegna þess að gera má
ráð fyrir, að þar sjeu dregnar fram allar helstu ástæð-
urnar, er kvenrjettinda-konur mundu hafa fram að
færa gegn skoðunum þeim, sem fram komu í þessu er-
indi mínu, og að þær ástæður sjeu bygðar á vísinda-
legum grundvelli.
En einkum þykir mjer mikilsvert að dr. B. C. Þ.
hefur ritað þessa grein í »19 júní« vegna þess, að hún
getur, ef til vill, oi'ðið mönnum dálítið sýnishorn af
umburðarlyndi, sanngirni og sannleiksást vísinda-
kvenna.
Doktirinn byrjar grein sína á því, að »dást að« vilja
mínum til að leita sannleikans í þessu efni og horfast
í augu við hann, enda þótt niðurstaðan gæti ekki orðið
mjer ljúf. Jeg hef ávalt haldið, að í hvaða sannleiks-
leit sem er, bæri að fylgja því einu, er menn álitu vera
satt og rjett, án nokkurs tillits til, hvort niðurstaða sú,
er komist yrði að, væri ljúf eða leið, það væri því ekk-
ert aðdáunarvert að þora að horfast í augu við sann-
leikann, heldur sjálfsögð skylda, og einkum skilst
mjer, að vísindamenn hljóti að líta svo á. — Þá »dá-
5