Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 51
TJlín
49
þykir of dýrt,* hafa svo annað, sem er margfalt ending-
arminna og missir fljótt fjaðurmagn sitt, molnar brátt
sundur og eykur ryk og óhreinindi. —
E. H.
Frá Heimilisiðnarfjelagi íslands, Rvík.
Skýrsla.
Stjórn sú, sem nú situr að völdum í H.iðnfjelagi ís-
lands, var kosin 24. júní 1927, og mun jeg í sem fæst-
um orðum skýra frá l'ramkvæmdum hennar þá mánuði,
sem hún hefur starfað.
Til þess að geta fu’llnægt þeirri kröfu, sem mjög á-
kveðið kom fram á síðasta aðalfundi, að fjelagið ljeti
sem mest nota íslenskt efni á námsskeiðum sínum, varð
það að ráði, að stjórnin keypti 100 kg. af ágætri vor-
ull norðan úr Þingeyjarsýslu til notkunar á námsskeið-
um fjelagsins. úr ullinni, bæði þeli og togi, var svo
unnið band, þráður og fyrirvaf í verksmiðjunni »Ála-
foss«. Sumt af efninu var litað. Jeg vil geta þess hjer
Sigurjóni Pjeturssyni og verksmiðju hans til maklegs
lofs, að vinna öll og frágangur á bandinu var í alla
staði hinn prýðilegasti. — Þessi undirbúningur tók
sinn tíma, svo stjórnin sá sjer ekki fært að láta vefn-
aðarnámsskeið það, sem auglýst var 1. okt. 1927, byrja
fyr en 5. jan. 1928.
Aftur á móti efndi stjórnin til 2. námsskeiða í Rvík
í gömlu íslensku flosi, spjaldvefnaði, slingingu o. fl.
Námsskeið þessi stóðu frá 1. nóv. til 20. des. 1927. —
Kenslustundir voru 3 daglega. Flosið var ofið í lárum,
* Rúmdýnur úr skrepphári kosta í verslunum í Reykjavík 100
,—130 krónur.
4