Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 154
152
Hlín
3. mynd. Fata- eða línskápur. — Rúm. — Lítið
þvottaborð í horn.
Hvað snertir lit á þessum húsgög-num, má mæl'a með
því að láta trjelitinn halda sjer að mestu og strjúka
pólitúr yfir þau með mjúkum pensli, er það fremur
vandalítið, þó þarf að gera þetta með vandvirkni, slípa
alla fleti tvisvar til þrisvar sinnum með fínum sand-
pappír á milli þess að borið er á, því að án slípingar
verður pólitúrinn aldrei fallegur. Stranglega þarf að
gæta þess að bera lítið á í hvert sinn, og hafa pólitúrinn
þunnan og gæta þess vandlega, að hann fari ekki í
klessur. Pólitúrinn vill þykna í meðförunum, er hann
þá þyntur jafnharðan með brenslusþíritus. Annars má
líka mála húsmunina, sérstaklega séu þeir úr óvönduðu
trje, gera Svíar og Norðmenn mikið að því að mála
húsgögn sín með allsterkum litum, og geturþaðfariðvel,
ef fallega er raðað lítunum, er þar venjulega lítið um
milliliti, en mest aðalitir: - rautt, blátt, grænt, guít,
hvítt, svart, og litirnir látnir skiftast fallega á. Er að-
alliturinn þá oftast dökkgrænn, eða fremur dökkblár,
einnig stöku sinnum dökkrauður, en rendur, listar og
smátilbreytni húsgagnanna skreytt með öðrum litum.
Hjer á landi hefur verið fremur lítið um máluð hús-
gögn, en fallegur rauðaviðar-trjeliturinn oftast látinn
halda sjer. Þó hafa skápar, kistlar o. fl. stundum verið
málað hjer á landi svipað því sem áður er lýst.
Að mála stóla, borð og önnur húsgögn, sem mikið
er niðað á, er ekki heppilegt, sökum þess, hve málning-
in nuddast fljótt af, verða þá húsgögnin skellótt, en
bæði dýrt og fyrirhafnarmikiðaðhaldamálningunni við.
Er því öllu heppilegra að velja sem bestan við í hús-
gögnin, svo að ekki þurfi að mála þau. Getur þá verið
um ýmislegt efni að ræða: Birki, furu, eik, mahogni
o. s. frv. — Birki og eik eru hvorttvegja sterkar, fall-
egar og frambúðargóðar viðartegundir. ólituð birki-