Hlín - 01.01.1928, Blaðsíða 109
Hlin
107
skemtisamkoinur til að afla fjár, j)að fælir kotiur frá og
fjelagsskapurinn missir marks með því móti. — Það er
vandi að sigla þarna milli skers og báru.*
Forgöngukonur kvenfjelaganna þurfa, eins og aðrir
brautryðjendur, að vera gæddir mörgum góðum eiginleik-
um, fyrst og fremst þolgæði og þrautseigju. Það þarf mikla
biðlund og mikinri kærleika til að bíða eftir, að skilningur
glæðist á fjelagsmálum. Það tjáir ekki að fyrtast, þó fund-
ir sjeu illa sóttir eða stökkva upp á nef sjer, þó fundið sje
að. Það má ekki búast við miklum framförum fyrst í stað.
Allur vöxfur fer hægt, einnig fjelagslegur vöxtur.
Svo má ekki búast við að konur, sem aldrei hafa komið
nálægt fjelagsskap, átti sig strax. Þær, sem betur kunna,
verða að hjálpa þeim með lipurð og lægni og bíða þolin-
móðlega eftir framförunum.
Það má óhætt trúa þvi, að kvenfjelagsskapurinn getur
orðið okkur til mikillar blessunar, o’g er þegar orðinn það,
en hann á eftir að þroskast margfalt betur. Hann verður
okkur konunum sjálfum fyrst og fremst til góðs, ef rjett
er með farið, heimilum okkar og þar með þjóðfjélaginu i
heild.
Fjelagsstai'fið þarf að vera skipulagsbundið, en þó ein-
falt og umsvifalítið.
Það er gott að hafa hliðsjón af útlendum fjelagsskap,
en lofum okkar fjelögum að spretta upp úr íslenskum jarð-
vcgi, þróast eftir okkar staðháttum. Það er heilbrigt og
gott.
Það má sjá þess Ijósan vott hvernig þetta hefur orðið,
eftir því sem til hagar á hverjum stað. Einn tekur þetta
fyrir, annar hitt. — Mörg fjelög hafa tekið að sjer að
* Til þess að komast hjá átroðningi og umstangi þar sem fund-
ir eru haldnir, hafa mörg fjelög til sveita komið sjer saman
um, að fundarkonur hefðu með sjer nesti: kaffi og brauð, hafa
svo samlagsbú með þetta. Það hefur gefist vel.