Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 27
Hlín
25
Jafnframt vitum vjer, að það var þó ekki þetta ljós,
sem alt hans líf miðaðist við, og hneig að — heldur
annað ljós — ljós af þessum og öðrum heimi, andlegt
skin frá frumljósi tilverunnar, sem er — Guð. Og hug-
sjón hans og æfiafrek var það, að fá mennina, bræður
sína, til að leita þess sólskins, og öðlast það, og láta
það síðan endurskína, æ lengra og ' lengra, til allra
þeirra, er ennþá sitja í saggaköldum skugganum, og
sjá ekki til sólar.
Jeg er einn þeirra einkennilegu og — segja sumir —
tortryggilegu manna, er takast á hendur að styðja að
því, að andlegt Ijós — kristileg trú, von og siðgæði —
fái skinið og endurskinið yfir mannlífið. Að velja sjer
slíkt verksvið gæti virst stappa stærilæti næst. Því að
háar eru kröfurnar og mikill vandinn, sem því er sam-
fara — enda auðgert á að benda, að það sje jafnan í
nokkrum veikleika unnið. En eitt af því, er sagan
fræðir oss um, er það, hversu máttur Guðs getur full-
komnast í veikleika þjóna hans. Og mjer og mínum
líkum til málsbóta vildi jeg mega tilfæra alkunnugt
spakmæli, — sem jafnframt bindur í sjer meginhugs-
un þeirra ritningarorða, sem hjer eru einkum gerð að
umtalsefni:
„Ef þú ert ekki sjálfur sól, þá getur þú ef til
vill verið reikistjarna.“
Ef sál þín á ekki það ljósmagn, að hún geti af sjálfri
sjer lýst upp veg samferðamannanna, þá getur þú að
minsta kosti reynt að endurspegla það ljós, sem á þig
hefur skinið annarstaðar jrá — eins og reikistjarnan!
Þetta er það, sem jeg af mínum veika mætti vildi gera
fyrir þá samferðamenn mína, sem það gætu notað —
og þá fyrst og fremst fyrir ungmennin, sem til mín
leita eftir leiðsögn.