Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 57
Hlín
55
um vikum, og maðurinn varð alheill. — Annar maður
kom að Velli sem vinnumaður. Var hann um íertugt.
Hafði hann haft „geitur“ í höfði frá því hann var barn.
Hún tók hann undir „kúr“ á sama hátt, og læknaði
hann til fulls. Var hann henni ósegjanlega þakklátur
alla æfi síðan og þjónaðí henni til síðustu stundar sinn-
ar sem dyggasta hjú. — Mörg dæmi gæti jeg nefnt
fleiri, en læt hjer við lenda. Aðeins vil jeg geta þess,
að sömu alúð sýndi hún við húsdýrin, ef eitthvað am-
aði að þeim. Man jeg sjerstaklega eftir rauðum fola,
4ra vetra, er hafði skorist hrottalega á ljá, er lá í slægj-
unni. Skarst hann inn í bein á framfæti, svo sinar
stóðu út úr sárinu. Töldu menn, að ekki tjáði annað
en lóga honum, en mamma vildi ekki samþykkja það
að óreyndu. Hún tók sig til, þvoði sárið og tók nokkur
höft í það með aðstoð piltanna, svo gjörði hún að því
á hverjum degi og notaði smyrslin sín, og folinn varð
alheill eftir nokkurn tíma, aðeins bris eftir á fætinum.
En áreiðanlega verður hennar lengst minst þar
eystra sakir hjartagæsku hennar og gjafmildi. Þá var
mikil fátækt víða í sýslunni, sjerstaklega í Hvolhreppn-
um, og bar því iðulega þurfamenn að garði hennar víða
að, en hún ljet engan synjandi frá sjer fara. Gat hún
líka í því gjört eftir vilja sínum. Maður hennar hindr-
aði hana ekki í því. Oft var það, ef einhver þurfamað-
ur nálgaðist bæinn, að faðir minn sagði brosandi: „Það
er áreiðanlega kunningi þinn, kona góð, sem er að
koma.“ — Annars mátti segja að þau væru samtaka í
öllu góðu, meðal annars með reglusemi á heimilinu og
siðprýði.
Faðir minn dó 1. apríl 1893. Móðir mín flutti þá um
vorið til Reykjavíkurmeð3 yngstu börnin,við tvær elstu
systurnar vorum þá giftar, og elsti bróðirinn, Jón, kom-
inn í Hafnarháskóla, Halldór byrjaður á námi í Latínu-
skólanum, Oddur 12 ára og yngsta systirin 18 ára,