Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 89
87
Hlín
Hladid.
í þúsund ár hefur það tíðkast, að moldarí'lag lægi við
bæjardyr á hverju bygðu bóli á íslandi. Nokkrum
skrefum fjær lágu græn tún og grösugir hagar, með
ilman blóma og lyngs, en leið fólksins lá altaf yfir flag-
ið, frá og til bæjar. Við þekkjum öll þetta flag, eða
hlaðið, eins og það er venjulega nefnt, af því að áður
íyr var það siður á mörgum heimilum að nokkur hluti
þess myndaði upphlaðna stjett meðfram bæjarþiljum.
Hlaðið er ekki eins og venjuleg flög. Litur þess er
dekkri og moldarefnin ákaflega fíngerð. Þau eru möluð
sundur af þúsundum fóta gegnum aldaraðir, þau eru
blönduð allskonar aðkomnum efnum: ösku, slori, hús-
dýrataði, skólpi, hrákum og öðru slíku. Þegar rignir
blandast alt saman í óaðskiljanlega dökka for, og fólk-
ið veður svaðið í skóvarp, áður en það gengur í bæinn.
Og konan skúrar gólf, sem verða jafnharðan óhrein, og
hún þvær föt, sem líka verða jafnharðan óhrein, og
hún verður gömul og slitin um aldur fram. — Og svona
er það enn þann dag í dag. Enn rísa bæirnir á hverju
vori upp úr þúsund ára for, og konan skúrar og þvær.
Hvers vegna er þetta ekki lagfært?
Er það annríki? Nei, það getur ekki verið, því sú
vinna, sem eyðist vegna hreinsunar á öllum þeim ó-
hreinindum, sem af þessu ásigkomulagi stafa, er marg-
falt meiri en þyrfti til þess að koma því í varanlegt lag.
Er það þá fátækt? Nei, það getur ekki verið, því um~
bæturnar kosta ekki eyri af aðkeyptum efnum.
íslendingar eiga að bannfæra hlaðið í þeirri mynd,
sem það nú er. Það þarf að ræsta það fram og lárjetti
flöturinn á að hverfa, að undanskilinni mjórri (ca. 1.20
m.) hlaðinni eða vel malborinni stjett, er liggi 1.50 m.