Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 68
efa um, að svarið yrði játandi. En til þess að þetta fá-
ist alt, verður að taka kornplönturnar til ræktunar, og
tengja þá ræktun við kartöflurækt og túnrækt.
Margur hyggur, að þessi breyting á ræktun og ný-
breytni sje svo kostnaðarsöm, að það geti aðeins fáir
tekið hana upp, en ef þetta er athugað vel, þá verður
t. d. kartöflurækt mun kostnaðarminni í sáðskifti en í
okkar gömlu og arfasælu görðum.
Það er því bæði fjárhagslegt og menningarlegt nauð-
synjamál að taka upp kornyrkju. Fjárhagslegt af því,
að heimaræktun á korni, þó í smáum stíl sje, getur
sparað kaup á korni, t. d. handa alifuglum og öðr-
um fjenaði (hestum og sauðfje), en menningarlegt
gildi hefur kornyrkjan af þeim ástæðum, að hún setur
meiri ræktunarsvip á landið.en annað það, sem alment
er ræktað. Þá er og á það að líta, að kornyrkjan venur
menn á að tilreiða jörðina á rjettum tíma, venur þá við
sáningu og uppskeru þeirra gróðurtegunda, sem með
sprettu sinní er að undirbúa jarðveginn fyrir ræktun
annara jurta, t. d. káltegunda og kartaflna. En kál- og
kartöfluræktin styður að myndun þess jarðvegs, sem
notaður er til túnræktar.
Þær korntegundir, sem reynsla er fengin fyrir að
þroskist vel hjer á landi, er sexraðað bygg og hafrar
frá norðlægum löndum. Af báðum þessum tegundum
eru til mörg afbrigði, sem eru töluvert misjöfn að
ræktunarhæfi. Tilraunir síðustu ára hafa bent á mörg
góð afbrigði innan beggja tegundanna, og er það mik-
ilsvert fyrir framtíðarræktun þessara plantna hjer á
landi að vita deili á ræktunarhæfustu afbrigðunum.
Jafnvel þó ekki væri hægt fyrir alla að fá útsæði af
þeim hjer á landi, þá ætti að vera hægt að útvega það
frá þeim stöðum erlendis, sem kornafbrigðin eru ætt-
uð frá og ræktuð á.
Af þei'm rúmlega 40 afbrigðum af byggi og höfrum,