Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 38
til vegs og vanda, eins og þeir, sem komu mæðrum
þeirra að svo góðu haldi í baráttunni fyrir tilverunni
á fyrstu frumbyggjaárunum. Það eru hugsjónir um
bætt og frjálsari lífskjör, það er dugnaðurinn, vilja-
krafturinn, ósjerhlífnin og þolgæðið í að gera hugsjón-
ina að raunveruleik. Það er glöggskygnin á að velja
það sem göfugt er og gagnlegt, en hafna hinu, sem
ekki er líklegt til bóta.
Annað starfsvið, algerlega nýtt í sögu íslenskrar
kvenþjóðar, opnaðist frumbyggjakonunum, er þær
komu vestur um hai, það var svið fjelagsmálanna. Hve
merkilega fljótar íslenskar konur voru að setja sig inn
í nýjar kringumstæður og hagnýta þær, sjest kannske
einna glegst hjer. Eftir aðeins tíu ára dvöl í landinu
voru þessar kristnu trúkonur búnar að fá ofurlitla æf-
ing í þátttöku í safnaðarmálum. Þá var þeim svo vax-
inn fiskur um hrygg, að þær lögðu út í að stofna hið
fyrsta íslenska kvenfjelag undir forustu húsfrú Þór-
dísar Björnson. Þetta skeði árið 1883 að Mountain, N.
D. Tilgangur fjelagsins var sá að styðja nýmyndaðan
söfnuð á ýmsan hátt og að stunda líknarstarfsemi. Upp
frá þessu mynduðust slík kvenfjelög í sambandi við
flesta eða alla íslenska söfnuði, hvaða kirkjuflokki sem
þeir hafa tilheyrt. Tilgangurinn hefur ætíð verið sá
sami, og ennfremur sá að ljá fylgi öllum þeim málum,
sem miðuðu íslenskri þjóð, og sjerstaklega íslenskri
kvenþjóð, til gagns og sóma, eins og tekið er fram í
grundvallarlögum kvenfjelagsins á Garðar, sem stofn-
að var 1885. Erfitt mun starfið hafa verið á fyrstu fá-
tæktar árum bygðanna. Og erfitt mun hafa verið að
reka það með þeim samgöngutækjum, sem þá tíðkuð-
ust. — En andi þjónustuseminnar sat við stýrið, og
hafði sjer til aðstoðar ráð og dáð hinna óeigingjörnu
kvenna, sem alt vildu á sig leggja góðu málefni til