Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 126
124
Hlín
með skilningi og áhuga um það, að piltunum yrði þetta að sem
bestum notum, sem líka reyndist svo. Jón J. Jónatansson.
Umferðakensla i vefnaði á Austurlundi. — 3 síðastliðin ár
hefur S. A. Ii. haft stúlku til að leiðbeina í vefnaði í nokkrum
fjelögum á sambandssvæðinu. Kaup 40 kr. á mánuði, sem sam-
bandið hefur ýmist borgað að fullu eða. hálfu leyti. Leiðbeining-
arstarfsemi þessi hefur þótt gefast vel og furðu mikið verið ofið
uf heivvilisfólkinu sjálfu. Kennarinn hefur sagt til um nauðsyn-
legar breytingar á vefstólunum sjálfum, hjálpað til við uppfest-
ingu vefjanna, kent að binda upp og fara eftir vefnaðarbók-
um og uppskriftum og byrjað að vefa. Oftast hafa verið farnar
2 umferðir á bæjunum, sem tekið ha,fa þátt í þessari starf-
semi. S. P. B.
Lopaslcyrtur. — Fyrir nokkru síðan bað ritstjóri »Hlínar«
mig að skrifa um skyrtur úr lopa. Jeg' hafði þá ekki fengið
nægilga reynslu á þeim, til að geta orðið við þeirri bón, en nú
hef jeg notað þessar skyrtur um nokkurn tíma og reynast 'þæi'
ágætlega. Þær eru miklu hlýrri og endast betur en t. d. eingirn-
isskyrtur, sem margir nota nú. Einnig finst mjer þær þola
þvottinn eins vel og önnur ullarföt. Lopaskyrturnar þarf að
prjóna frekar laust og halda. í lopann meðan prjónað er, cn
þræða ekki í bandfjöðrina, því við það getur hann slitnað.
Jeg hef einnig í mörg ár haft trefla prjónaða. úr iopa. Þcir
gcta. verið með sljettu eða brugðnu prjóni (ein og' ein), eftir því
sem hver vill. Þessa trefla hef jeg kögrað með snúðlinu bandi og
liaft þurt ljereftsstykki undir járninu, er þeir eru pressaðir.
Á. G. G.
Úr sveit er skrifað: — Mig langar til að biðja »Hlín« fyrir fá-
ein orð um barnakennara einn í sveit, þar sem jeg' þekki til, af
því það er dálítið sjerstakt. Kennarinn kendi í vetur á heimili
þar sem 6 móðurlaus börn voru fyrir. Jafnframt kenslunni leið-
beindi hann litlu stúlkunum um að hirða föt sín, sokka og skó,
einnig fjekk hann band, sem líklega hefur verið til á heimilinu,
og prjónaði í vjel sokka og ýmsan fatnað handa bömunum og
setti það saman, svo þau gætu klæðst í það. — Má næiyi geta
hvc mikils virði þetta hefur verið fyrir líf og heilsu barnanna,
þar sem húsakynni eru köld og allur aðbúnaður ónógur.
Frá mínu sjónarmiði er þetta sannarlegt kærleiksverk, sem
vert or að halda í lofti. Þeir munu vera færri, ungu piltarnir,
sem leika þetta eftir. M.
Kvenfjelag Su&ur-Þingeyinga, sem í eru 7 fjelagsdeildir, hef-
ur verið að koma upp hjá sjer tóvinnuverkfærum, svo sem