Hlín - 01.01.1936, Blaðsíða 55
Hlín
53
vaðmáli eða þráðardúk. Einnig var, eftir fyrirsögn
hans, smíðuð „hjól“ til uppkrækingar að ofanverðu.
Þetta hepnaðist ágætlega og breiddist svo þessi vefn-
aður út um hjeraðið og var móðir mín fús til að veita
leiðbeiningar með það. Hefur þessi vefnaður mjög ver-
ið tíðkaður síðan í Rangárvallasýslu, sjerstaklega í
karlmannaföt. — Annan vefnað átti hún að miklu leyti
þátt í að endurreisa, sem sje salúnsvefnað, sá vefnaður
hafði verið til áður í sýslunni, en var nú að gleymast.
Þegar jeg man fyrst eftir, var aðeins ein gömul salún-
ábreiða til á Velli, þá voru notuð vaðmáls- og þráðar-
dúksbrekán yfir rúmum vinnufólksins. Móður mína
fýsti að ná í einhvern, er gæti sagt til með þetta. Upp-
götvaði hún þá, að roskin kona í nágrenninu hafði iðk-
að þennan vefnað í æsku, og fjekk hún hana til að veita
tilsögn í því. Leið ekki á löngu, þar til flest rúm á
heimilinu voru með salúnsábreiðum, og breiddist þessi
vefnaður einnig út um sýsluna.
Þegar jeg hugsa út í, hvílíkum ósköpum var komið
áfram af ullarvinnu á Velli árlega, þá undrast jeg með
sjálfri mjer. Þar voru oftast um 20 manns í heimili og
allir gengu í ullarfötum, inst sem yst fata, og einnig
rúmföt að miklu leyti. Jeg vil líka geta þess, að í tveim
stofum voru „sófi“ og stólar klæddir heimaunnu efni.
Hafði verið sent til útlanda efnið í betri stofunni til
litunar. Var það dökkrautt að lit með svörtum rósum.
Sama efni og litur var á borðdúknum. Auk þess voru
öll stofu- og gangagólf með heimaunnum gólfdúkum.
Mjög varð móðir mín því fegin, er fór að flytjast til
landsins „tvistur“, bómullarvefjargarn. Notaði hún það
mikið til nærfatnaðar og rúmfata. — Mikið notaði hún
jurtaliti, bæði mosalit og njóla. Hafði hún lag á að ná
fallegum tilbreytingum á þeim. Sem sagt, jeg hlýt að
undrast hve miklu hún kom 1 verk, þar sem líka var