Dvöl - 04.11.1934, Page 9

Dvöl - 04.11.1934, Page 9
4. nóv. 1934 D V Ö L 5 a8 reyna. Ýmsir aðrir möguleik- ar til að ná í vinnu koma mér í hug. En ég kem mér ekki á stað. Ég reyni aðeins að komast undan augnaráðunum, til að geta hlustað á hjarta, mitt. Einn góðan veðurdag er síð- asta brauðið borið fram og etið. Allt er búið. Kveljandi þögn rík- ir í köldu herberginu. Mamma situr fyrir framan ofninn og ger- ir við sokka. Karl og Evert sitja yfir bókum sínum og stelast til að líta á mig, við og við. Margit kemur inn og stað- næmist við dyrnar. Andardrátt- ur hennar hefir frosið á kápu- kraganum og hún er rjóð í kinn- um af kuldanum. —- Villtu ekki koma út með mér svolitla stund, Emil, segir hún. Það er svo yndislegt úti. Margit er sjálf yndisleg. Hún er breiðleit, dálítið rjóð í kinn- um og dökkeygð. Mamma og bræðurnir líta spyrjandi til mín. Þegar ég rís á l’ætur birtir yfir þeim. Mamma flýtir sér að hnýta trefilinn um hálsinn á mér, en það fer allt i handaskolum, svo að Kaii verð- ur að hjálpa henni. Svo göngum við út. Jörðin er þakin snjó og uppi yfir okkur glitra stjörnurnar. Það er ógur- lega kalt í kvöld. En hendi Mar- gitar hvílir á handlegg mínum og hita leggur frá líkama henn- ar til mín. Við göngum þögul eftir götunum. Móti okkur koma menn og þjóta fram hjá. Sumir eiga ann- ríkt og flýta sér, aðrir ganga í hægðum sínum. Venjuleg gö.tu- mynd, sem maður er hættur að veita eftirtekt. Langt er síðan við gengum hér saman síðast og á meðan hefir dauðinn komist upp á milli okkar. Sjúkt hjarta. Við nemum staðar undir Ijós- kerinu hjá Rosenlew. Auðvit- að verðum við að fara inn til að hlýja okkur í þessum kulda. Margit situr og hugsar. Margit þjáist. Hún er að reyna að ráða gátu, mig. Ég sé það á andliti hennar, augunum og vörunum. Hvernig átti hún að ráða í það? Loksins snúum við heim á leið. Nú er öll von úti. Lífið er dap- urt og vonlaust. Við hægjum gönguna eftir því sem nær dreg- ur heimili mínu. En þessi ganga endar þó, eins og allar aðrar. Við stöndum fyr- ir framan dyrnar og horfum hvort á annað. Margit hallast upp að brjósti mínu og grætur með ekka, eins og líf hennar hafi allt í einu brunnið til ösku og hún standi yfir rjúlcandi rústunum. — Gráttu ekki, Margit, segi ég. En ekkinn verður þyngri og þyngri. Hann kemur djúpt neð- an úr brjóstinu, beint frá hjart-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.