Dvöl - 20.01.1935, Side 3

Dvöl - 20.01.1935, Side 3
20. jau. 1035 Ð ▼ Ö L 3 Alexander og Leonarda Saga eftir Knut E[amiun. Langt norður í landi bjó einu sinni Tatarapiltur, sem Alexander hét. Ég' átti einu sinni tal við hann í Akerhusfangelsi, þar sem hann var að taka út hegningu, sem hann hafði verið dæmdur í vegna ofbeldisverka. Nú hefi ég nýlega lesið í blöðunum, að þessi hættu- legi glæpamaður sé dauður. Hann þoldi ekki loftið í fangelsinu. Hann sagði mér einu sinni, að hann hefði sálgað stúlku, en nú er ég kominn út í miðja sögu. Ég ætla að byrja á byrjuninni. Norður í landi eru til bæði út- gerðarmenn og fátækir fiskimenn. Útgerðarmaðurinn er ákaflega voldugur. Hann á síldarnót, bryggju og fulla skemmú matar. Hann klæðist í þykk föt, til að sýnast gildur. Alltaf er hann skuldlaus við andleg og veraldleg yfirvöld og hann kaupir heila brennivínstunnu til jólanna. Það er strax hægt að sjá hvar útgerð- armaðurinn býr, því hús hans eru klædd með borðvið og máluð rauð og hvít. Börn hans ganga vel til fara og bera skrautgripi við kirkjuna. 1 nausti Jens Olai útgerðar- n.anns lenti einn góðan veðurdag stór flökkumannahópur. Þetta var snemma vors. Flökkumennimir komu á sínum eigin húsbát og íormaðurinn var Alexander gamli, þriggja álna risi. Ungur og fall- egur maður, rúmlega tvítugur, kom heim að bæ Jens Olai til að betla. Það var Alexander yngri. Við krakkarnir þekktum hann vel, því að þegar hann var bam hafði hann oft leikið sér við okkur og prangað við okkur með ýmiskon- ar smádrasl. Jens Olai var drembinn og stór upp á sig og skuldaði enguin neitt. Hann vildi ekkert gefa, og skipaði flökkumönnunum að hafa sig burt. Alexander var djarfur og frekur og bað þrisvar og fékk þrisvar sinnum neitun. — Þú getur fengið vinnu, sagði Jens Olai. — Hverskonar vinnú? — Þú getur gert við pönnur og potta, og verið kvenfólkinu til aðstoðar, þegar við karlmennirn- ir erum farnir til sjós. Alexander sneri • nú til bátsins og ráðgaði um við samferðamenn sína. Þegar hann kom aftur til bæjarins, gerði hann boð fyrir Jens Olai og kvaðst taka tilboðinu. Sjálfsagt höfðu þeir fegðar orðið ásáttir um, að hann skyldi stela duglega meðan hann væri i vist- inni. Þegar kom fram á vorið fór Jens Olai og synir hans til ajós,

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.