Dvöl - 20.01.1935, Side 5

Dvöl - 20.01.1935, Side 5
20. jan. 1935 D V Ö L 5 Dagamir liðu. Sonur trésmiðsins, Konráð, kom heim. Hann hafði verið að nem.a trésmíðaiðn í borginni og fengið mikið lof sem þjóðhaga- smiður. Hann bjó hinumegin við strauminn og þangað fór fólk, þegar það þurfti að láta smíða sér vandaða kistu. Einn dag lét Leonarda Alexander róa með sig' yfir strauminn. Hún dvaldi grunsamlega lengi hjá Konráð og talaði við hann um nýja kistu og ýmislegt fleira, því að þau voru gamlir kunningjar frá æskuárunum. Þegar Alexand- er hafði beðið lengi niður við bát- inn, gekk ’nann upp að húsinu og leit inn um gluggann. Hann hrökk vig og æddi inn í húsið, æstur og reiður. Þau horfðu hvert á annað. Al- exander með flenntum nösum og gneistandi augum, eins og villi- hestur. — Nú kem ég, sagði Leonarda í sefandi róm. Ungu mennirnir mældu hvom annan með augunum. Alexander fálmaði að beltinu, þar sem hníf- urinn hékk venjulega, en hann var hníflaus og augu hans urðu auðmjúk og undirgefin. Hníflaus er tatarinn hjálparvana, en með vopn í hönd djarfur og mann- skæður. Þetta var þeirra fyrsti fundur. í sörnul viku kom Konráð með kistuna til Leonördu. Kistan var mesta gersemi, geirnegld og límd saman og lásinn var nýr og marg- brotinn. Þegar Leonarda ætlaði að taka kistuna til notkunar, voru allir horfnu munirnir komnir á sinn stað, eins og þeir hefðu aldrei þaðan farið. — Þetta hefir þú gert, sagði Leonarda við flakkarann. — Nei, sagði hann, og laug þó að það þýddi auðvitað ekki neitt. Konráð stóð lengi við og Leon- arda hitaði kaffi hana honum. Alexander laumaðist til að hrækja í kaffiketilinn og lesa um leið einhverjar bölbænir. Hann sat fyrir trésmiðnum, þegar hann fór. Þeir horfðust lengi í augu, og nú hafði Alex- ander hnífinn með sér. — Þér þýðir ekki að láta svona, flæking-ur, sagði Konráð, hún lof- aði mér eiginorði í dag. Alexander funaði upp, og dró hnífinn úr slíðrum. Konráð stökk út í bátinn og ýtti frá og þegar hann var kominn spölkom frá landi kallaði hann til Alexanders, að hann skyldi kæra hann fyrir. yfirvöldunum. Dagarnir liðu. Alexander gamli kom og vildi taka son sinn á bátinn með sér, en hann skoraðist undan og bar því við, að vistartími sinn væri ekki útrunninn. Líklega hefir hann l'eitt föður sínum fyrir sjón- ir, hve miklu hann ætti eftir að stela, því þegar báturinn lagði frá varð sonurinn eftir. Alexander sagði við Leonördu:

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.