Dvöl - 20.01.1935, Blaðsíða 6
ð
D V
ö L
20. jan. 1935
— Nú eru, svölumar komnar.
Er ekki kominn tími til, að þú
fylgir mér niður á bryggju, og
látir mig gera við tunnur og
stampa áður en sumarútgerðin
byrjar.
Stúlkan vissi auðsjáanlega ekki
vig hvem hún átti, því að hún
setti upp hæðnissvip og sagði:
— Það get ég svo sem gert —
En hæðnissvipurinn var upp-
gerð. Tvíræð orð, sem hann lét
falla egndu hana ekki eins mikið
og áður. Hún sá, að ást hans óx
dag frá degi.
Þau höfðu ekki verið lengi á
bryggjunni, þegar Alexander tók
hana í faðm sér og kyssti hana
mörgum sinnum.
— Ertu orðinn vitlaus, sagði
hún og sleit sig úr faðmi han3,
rjóð og heit.
— Ætlarðu að reka mig burt á
morgun? spurði hann.
— Það fer nú eftir því, hvem-
ig þú hegðar þér, svaraði Leon-
arda með hægð.
— Ég skal aldrei gera þetta
framar, sagði hann.
En það loforð sveik hann. Hann
lét hana aldrei í friði fyrir ást-
leitni og atlotum.
Það var ekki langt að bíða þess
dags, þegar hjarta hennar
hneigðist að þessum sólbrennda
heiðingja.
Hún var svo sem ekki betri
eða verri en þetta. Fyrstu vik-
umar komst hann ekki lengra. En
í fjórðu vikunni urðu augú henn-
ar dauf og dreymandi, þegar hún
leit á hann. Þetta var árstími
hinna björtu nótta og trén voru
að laufgast. Að lokum fór hún út
í mýrina til hans og steig niður
í mógröfina með matinn til að
komast sem næst honum. Hún
hefði nú getað sett hann frá sér
uppi á barminum, eins og hún
gerði áður.
Húsfreyjan var veik af afbrýði-
semi og var sífellt að nöldra um,
að hún væri heitbundin trésmiðn-
um og hann einn ætti rétt til
hennar. Leonarda samþykkti það,
en allan daginn gekk hún í vímu
og geymdi allt aðra skoðun í huga
sínuml Flækingurinn Alexander
stóð í mýrinni og stakk mó og á
hverjum degi gékk hún til hans,
og hafði æskufegurð hans fyrir
augunum. Margan ' daginn kom
Konráð ekki í huga hennar, og
það voru alls ekki leiðinlegustu
dagamir.
Þegar á vorið leið komu Jens
Olai og synir hans heim frá fisk-
veiðum. Vorannirnar byrjuðu
strax og Alexander vann að þeim,
en á Jónsmessu átti hann að
fara. Það varð alltaf erfiðara og
erfiðara að hitta Leonördu í ein-
rúmi, því að bræður hennar gættu
hennar og allir fluttu þeir mál
trésmiðsins. Svo verður ástin
líka dutlungafull af því að fá full-
nægingu og Leonarda var orðin
leið á flakkaranumi unga. Hún
undirbjó nú af kappi brúðkaup
sitt með trésmiðnum.